Ég hef lent í því tvisvar að ég get einfaldlega ekki sent sms úr símanum…
Slappt mál..
Fyrra skiptið var það reyndar mér að kenna en jæja hér kemur sagan.
Ég hringi í þjónustumiðstöð eða hvað sem Þetta kallast, eftir 5 mín bið (hlustandi á gay símsvara lag) þá fæ ég loks svar, einhver gaur sem veit ekkert, segjist ætla að reyna að laga þetta eftir að ég er búin að hlusta á hann anda í fimm mínotur í viðbót…
Ekkert lagast… Eftir tvo daga hringi ég aftur og eftir aðeins styttri bið þá annsar stelpa sem segjir mér að ég hafi breytt area cód á sms sendingunni, ég lagaði þetta á mínotu með smá leiðbeiningum..
Þetta í allt kostaði mig svona 500 kall fyrir nánast enga vinnu hjá þeim og langa bið á minn kostnað í símsvara…
Núna lendi ég aftur í þessu, tjekka auðvitað fyrst hvort þetta sé area code, en nei nei, ekki það..
Ég bíð í 5 daga og ennþá get ég ekki sent sms, ég hringi og núna tekst mér að hlusta á eitt og hálft lag í þessum helvítis símsvara, svo annsar stelpa mér og þá er þetta ekkert sem ég hef gert af mér í þetta sinn..
Hún segjir að þetta verði komið í lag eftir fimm mínotur…
Flott og gott mál.
Spurningin er þessi… Er löglegt að þeir láti mann borga fyrir þjónustu meðan þú ert í símsvara ?
Þetta er léleg þjónusta hjá þeim að geta ekki annsað strax, hvað þá eftir 5-10 mín… Þennan tíma er maður að borga 50 kr á mínotu (eða eitthvað álíka)
Þeir eru að láta mann borga fyrir að bíða, eins og ef maður borgaði gjald meðan maður hengi í strætó og borgaði þessvegna meira ef strætóinn er seinn…
Finnst þetta frekar fáranlegt og mér finnst í raun spurning hvort þetta sé leyfilegt með lögum.
Getur einhver tjáð sig um þetta sem veit meira um málið (lögin) en ég ?
(nei ég er ekki að væla til að fá 1000 kall endurborgaðan… En pælið í peningnum sem svona staðir græða á meðan þeir eru ekki að veita neina þjónustu í staðin..)
Ebeneser