Kerfið eins og það er í dag er einfaldlega ekki að virka! Eina leiðin til að halda sama kerfi, og láta allt virka er að hækka skatta upp í svona 50%! Persónulega finnst mér það ekki vera til umræðul.
Mikið frekar að gjörbreyta kerfinu, lækka tekjuskatt niður í svona 10%, og ráða svona 10 menn til að keyra um Reykjavík og hafa auga með verktökum. Bróðir minn er að vinna í hellulögnum, og hann sagði að um 70-80% af öllum verkum sem að þeir taka að sér séu svört! Einni að þetta sé svona með flest öll smærri verktaka fyrirtæki. Menn einfaldlega ráða ekki verktaka nema að hann sé tilbúinn til að gera verkið svart, þar sem að alltaf er hægt að fá einhvern sem að vill það. Bara með því að útrýma “svarta markaðnum” og skattasvindli einstaklinga, þá ertu kominn með 15-20 milljarða í kefið. Síðan þyrfti að koma í veg fyrir það að fyrirtæki gætu bara afskrifað skatta með því að byggja hús, kaupa önnur fyrirtæki o.s.f. Það er nefninlega skrítið að hugsa til þess að t.d. borga sjómannastéttin alltaf mikið, mikið meira í ríkiskassan, heldur en öll útgerðarfélög í landinu! Bara þetta myndi sennilega ná inn allri skattalækkuninni. Síðan eru tugir tækifæra sem að Ísland hefur til að græða fleiri milljarða, t.d. að gera ísland að aðalviðkomustöð skipa á N-Íshafsleiðinni, en sú leið styttir siglingatíma skipa milli Ameríku og Japans um allt að 2. vikur! Með því að þjónusta þessi skip væri líka hægt að draga mikið úr landsbygðarflóttanum ógurlega. Einnig þyrfti að stöðva alla skattaafslætti, s.s. sjómanna afslátt, persónuafslátt og þess háttar. Síðan þyrfti ríkið að draga sig út úr öllum fyrirtækja rekstri. Læækun tekjuskatts myndi draga all verulega úr skuldum heimilanna, og auka neyslu talsvert, þannig að ríkið hefði auknar tekjur af vsk.
Persónulega vildi ég helst að heilbrigðis og mentakerfin yrðu einkavædd!
Það myndi skapa samkeppni hjá kennurum, ef einhver skóli væri t.d. tilbúinn til að borga kennara hærri laun ef að hann hefur staðið sig vel (t.d. með að hækka meðaleinkunn síns bekks verulega) þá yrði það bara hvetjandi, og stuðla að betri kennslu. Varðandi heilbrigðiskerfið, þá hugsa ég að ef að hægt er að skylda fólk til að vera með tryggingu ef það á bíl, ætti líka að vera hægt að skylda fólk til að vera með heilbrigðis tryggingu. Þeir sem að gætu svo sýnt fram á að þeir hefðu ekki efni á þannig tryggingu gætu fengið aðstoð frá ríkinu.
Svona breytingar myndu hafa ótrúlega góð áhrif á einstaklinga, og þar af leiðandi þjóðfélagið sjálft. Því hvað er þjóðfélagið annað en margir einstaklingar ;)
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”