Fyrir langa löngu var heimurinn þannig að börn framtíðarinnar þurftu og KUNNU að taka við af foreldrum sínum. Taka við skildum, ábyrgð og vissu að þau gátu verið stollt af því hvað þau voru. Þau vissu að þau voru orðnir fullornir einstaklingar með fjölskyldu og ætluðu sér að leysa það hlutverk með sóma. Kenna börnum sýnum það sem foreldrar þeirra kenndu þeim. Að lífið væri hvorki leikur né böl, heldur ALVARLEGT HLUTVERK sem þeim bæri skilda til að leysa af hendi með þeirra bestu getu og láta ekkert annað skipta meira máli.

Tímarnir hafa breyst og þá leyfi ég mér að vera svo svartsýnn að segja að þeir hafa breyst til hins verra. Foreldrar í dag geta margir hverjir verið stoltir af börnum sýnum, en það er því miður bara minnihlutinn held ég. tækni, misbeyting á fjölmiðlum og vísindaþróunn hefur valdið því að börn framtíðarinnar í dag eru orðinn að AUMINGJUM og VITLEYSINGJUM. Við vitum ekkert í okkar haus og líf okkar einkennist af ruglingi og ringulreið. Við kunnum ekki að taka ábyrgð og vitum ekki hvað agi, stolt, heiður og sjálfsvirðing er(auðvitað eru alltaf undantekningar). Ég lifi sem unglingur í dag og ég er EKKI stoltur, og auðvitað er svosem öllum sama hvernig mitt líf er. En málið er að ég lifi í samfélagi unglinga og við erum öll svona. Margir ef ekki flestir 20 ára einstaklingar í dag skrifa einog 6 ára krakkar, hafa aldrei búið til mat handa sér, kunna ekki einu sinni að steikja hamborgara, þekkja ekki Þorsk frá Ýsu né Lunda frá Kríu, og svona get ég haldið áfram endalaust.

Ekki misskilja mig, ég er ekki að skrifa einhverja öfgafulla grein sem er útí hött bara til að skapa rifrildi, það er allavega ekki ætlunin. Flestir þeir unglingar sem ég sé í dag (og þeir eru allstaðar af landinu) vita lítið sem ekkert um okkar fornu menningu og sögu, þau hafa ekki einu sinni áhuga á að vita það. Stelpurnar eru of uppteknar af því að kaupa ný tískuföt, fara í ljós og elta einhverja inflytjendur í von um að þeir sofi hjá þeim, því það er svo flott að vera “svartur” hjá íslenskum stelpum. Strákarnir eru of uppteknir að hella sig fulla, berja og lemja allt og alla, til að fá útrás fyrir innri reiði og hatur. Keyra hratt og vera “töff” og “kúl”.

Ég er auðvitað ekkert að tala um alla, ég er bara að tala um alltof stóran hóp af rugluðu ungu fólki(og ég er einn). Það vita allir um einhverja stelpu sem eignaðist barn 16 með 23 ára gaur eftir eina nótt. 19 ára strák sem sem er með “100” kærur á bakinu eftir líkamsárásir og álíka rugl. Þetta eru að verða Stereotýpur í íslensku samfélagi.

Ykkur finnst þetta kanski bara væl í mér, en ég held að eldra fólk í okkar samfélagi þurfi að fara að ná tökum á börnunum aftur. Mæður að kenna dætrum sýnum frekar að baka brauð heldur en að kaupa ný tísku föt handa þeim. Feður að taka frekar syni sýna með í að veiða rjúpu eða fisk heldur en að nenna ekki skipta sér af því hvað þeir eru að gera. Ég er ekki að reyna að vera með nein uppsteit, þetta er bara það sem ég sé og mér finnst ég þurfa að tala um það.

Takk fyrir tíma ykkar í þennan lestur
ykkar einlægur
Ruglaður Unglinglingur.