Jesús Pétur, María mey, er ég hissa!!!
Kæru hugarar…..
Fyrir u.þ.b. mánuði síðan var ég á netinu, eins og gengur og gerist. Jæja fór ég inn á einhverja síðu (man ekki hvaða) og tók þátt í einhverri Flórida keppni. Ekki var beðið um neitt visa kort, svo ég bara OK.
Jæja núna í firradag, var bara ekki hringt í mig…. Hann Brian Alan, og óskaði hann mér til hamingju með að hafa unnið ferð til Flórida, Disney World, Bahamas, skemmtisiglingu og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég var nú ekki að fatta þetta í byrjun, en svo var ég beðin um visa númerið mitt. Þá var þessi ferð í samvinnu við Raddison/Hilton Hótel. Þeir áttu að greiða 80% af ferðinni minni, eða heildarkostnaði. Svona ferð er nú upp á manninn 3000$, en ég fékk hana á 898$ og mátti bjóða fjórum hressum vinum með mér. Ég var víst valin…af hvað 3% af öllum sem tóku þátt í heiminum.
Jæja, ég gaf nú ekki eitt né neitt númer upp, enda ekki einu sinni með visa. Allt í lagi sagði vinur minn hann Brian, gaf mér eitthvað 1800 númer (gjaldfrjálst) og sagði mér að hringja á morgun(s.s í gær.)
Svo í gær, ég alveg hætt að hugsa um þetta bull, hringir ekki síminn, og ég ansa. Spurt var um eftirnafnið mitt, og aftur :“ Til hamingju, þú hefur unnið…..” Ég bara ???. Sagði að hann Brian hefði hringt hress í gær og allt heila klappið. En núna lét ég aftur á móti eins og ég ætti Visa kort. Konan á hinni línunni ætlaði gersamlega að snappa í símann, ég vildi ekki gefa henni númerið mitt, og hún sagði að ég ætti nú ekki Flórida skilið og ég gæti nú bara haldið mig heima á köldum klakanum, eða “cold Iceland” eins og hún orðaði það. Svo sagði hún að það kostaði 4$ að tala við mig og ég yrði bara gjöru svo vel að velja núna eða sleppa þessu og ég veit ekki hvað og hvað. Á endanum sagði hún að þetta væri mitt “final call!”, ég sagði “let's just make this end of it then!” og skellti hún bara á mig.
Jæja sama var mér, ekki nema það að síminn stoppaði ekki í 2 klukkutíma. Ég þurfti að taka hann úr sambandi og lagði ég á svona 5 sinnum áður. Jæja…. set ég símann í samband og hann hringir… ég ansa “hey! it's Brian..” Arrrg….
Svo passið þið ykkur. Þetta er rosalegt. Ekki vissi ég til þess að það væri hringt til Íslands og hvað þá bara ekki láta þig í friði.
Annars hef ég aldrei tekið þátt í einu né neinu svona á netinu, og geri ég aldrei aftur. Jesús!!! Tek það nú fram a gott hefði þetta nú verið, ef satt hefði…
Takk fyrir lesturinn og kveðja dimmalimm.