Ég trúi á Guð en ég trúi líka á þróunarkenninguna sem sagt ég trúi því ekki að guð hafi skapað manninn í sinni mynd.
Í rauninni trúi ég varla neinu í Biblíunni en samt það hlýtur að vera einhver andi eða eitthvað sem lítur yfir okkur.
Kannski var Jesú til í alvörunni og kannski var hann bara að ljúga öllu um tilvist guðs og að ljúga því að hann væri sonur guðs.
En það sem skiptir máli er ef við hefðum ekki lært þessar frábæru reglur.
1. Að fyrirgefa skal náunga þínum(Ef einhver slær þig á kinnana skaltu bjóða fram hina)
2.Gerðu þeim það sem þú vilt að aðrir gjöri þér
3. Virða skaltu náunga þinn.
Og allar þessar reglur sem ég hef ekki tölu á. Þá er ég ekki viss um að við værum kominn svona langt á þróunarskeiðinu kannski værum við enn á miðöldum.
Við værum eins og Ísraelar og Palestínumenn sem miða ekkert áfram vegna þess að þeir kunna ekki að fyrirgefa.
Að geta trúað á Guð eða eitthvað annað gefur líka einskonar von á eftirlífi eða að fæðast aftur eða eitthvað slíkt. Og það myndar einskonar gleði.
En svona gleði og ánægja finn ég oftast fyrir í fólki sem eru kristinn. Það er bara þannig! Ég virði þannig fólk sem getur kannski farið í kirkju stundum og látið sér lýða vel.
Ég virði fólkið á Omega að reyna að halda upp ánægjulegri stöð.
Ég skil t.d ekki það þegar fólk er að rakka fólk niður þegar það skrifar greinar. Þegar fólk segir frá einkalífi sínu og svo er bara gert grín af því. Hugarar verður að geta virt aðra hugara! Annars gætu hugarar kannski sleppt því að gera grein næst og greinum mun fækka!
En allaveganna þið þurfið ekki endilega að trúa öllu í biblíunni eð aeitthvað svoleiðis bara að geta virt náungan og geta fyrirgefið. Það breytir svo miklu.