Hagkerfi þá : Náttúran var auðlynd sem einstaklingar nýttu sér til að lifa af og lifa sómasamlegu lífi. Því meira sem einstaklingurinn sáði, því meira uppskar hann.
Hagkerfi nú : Neytendur (jú og náttúran…það sem eftir er af henni allavega) eru auðlynd sem fyrirtæki nýta sér til að auka gróða. Pælið í því. Flestir einstaklingar lifa svona lífi: vinna hjá fyrirtæki til að fá laun einu sinni í mánuði. Þau laun fara að megninu til í að borga upp skuldir við fyrirtæki og kaupa þjónustu og vöru hjá fyrirtækjum. Þau fyrirtæki nota svo hluta peningana til að borga sínu starfsfólki laun sem svo fara aftur að megninu til, til fyrirtækja og svo koll af kolli. Á þessari hringrás vaxa og dafna fyrirtækin vel en einstaklingurinn græðir lítið á þessu. Gróði fyrirtækjanna fer ekki í að borga starfsmönnunum hærri laun svo þeir vaxi og dafni eins heldur í besta falli í það að ráða fleira starfsfólk á sömu launum, þ.e. rétt nægilega mikið til að borga öllum fyrirtækjunum sínar mánaðarlegar skuldir. Því meira sem einstaklingurinn sáir því meira græðir fyrirtækið því hann fær alltaf sömu launin sín á mánuði. Hér er ég ekki að tala um stjórnendur fyrirtækja og eigendur sem eru þeir sem græða í raun þegar fyrirtækið græðir enda er það fólk svona í besta falli um 1-5% af fyrirtækinu en vinna hinsvegar varla 1-5% af þeirri vinnu sem fyrirtækið græðir á (hirða samt sem áður svona 70-90% gróðans?!?).
Hver er breytingin? Kannski ekki svo mikil en nú er megnið af jarðarbúum komið niður á stig almenns búfénaðar í hagkerfiskeðjunni (s.b. fæðukeðjan).
Valdakerfi þá : Her var eitthvað sem sterkir leiðtogar bjuggu til með því að sanka að sér fylgjendum. Hernaðarstyrkurinn var svo notaður til að öðlast völd yfir almúganum. Þetta hét alræði, einræði, harðstjórn og fleiri vondum nöfnum. Fólkið réði engu ef það hafði enga leiðtogahæfileika.
Valdakerfi nú : Kjósendur er samansafn fáfróðra einstaklinga sem moldríkir mismunandi miklir hálfvitar notfæra sér, með hjálp markaðsfulltrúa, auglýsingastofa og ræðuskrifara, til að öðlast völd. Völdunum fylgir í flestum tilfellum her (no questions asked) sem er svo notaður í mis miklu magni til steypa úr stóli ríkisstjórnum sem aðhyllast fyrra valdakerfinu og standa í vegi fyrir að fyrirtæki í eigu valdhafana geti arðrænt þjóðir þeirra. Þetta er kallað lýðræði og er gott og sætt og guði þóknanlegt og ég veit ekki hvað og hvað.
Hver er breytingin? Tjah, fólkið ræður ennþá engu en nú skipta leiðtogahæfileikar engu…bara peningar. Færð þú góðar hugmyndir? Viltu gera heiminn að betri stað? Ertu fæddur leiðtogi? Gleymdu því. Það besta sem þú getur gert er að gerast flokksstjóri í skátunum eða bjóða þig fram í stjórn leikfélags. Ef þú skítur ekki peningum sem þú getur svo mokað með gullskeiðinni sem þú fæddist með í munninum út í margra milljóna króna kosningabaráttu þar sem þú borgar fullt af fólki til að grafa upp mis-mikið upploginn skít um andstæðinga þína og senda í blöðin þá geturðu gleymt pólitík. Megnið af íbúum jarðar er ennþá á stigi búfénaðar í valdakeðjunni (aftur s.b. fæðukeðjuna). Jú bíddu…þú átt eina von. Þú getur gengið í sterkan og stóran stjórnmála flokk og unnið fyrir hann dag og nótt í svona 20 ár uns þú átt nógu marga vini þar til að hugsanlega geta boðið þig fram undir merkjum hans. En þegar þú gengur í flokkinn þarftu hinsvegar að afsala þér öllum góðu hugmyndunum þínum og hugsjónum og stefnum og tileinka þér þær skoðanir sem yfirstjórn flokksins er búin að gúddera og biddu fyrir þér ef þú dirfist að koma með einhverjar nýjar og góðar hugmyndir sem hugsanlega falla ekki inn í þá mynd.
Api, verður að Neanderdals manni, verður að “uppréttum manni”, verður að rollu!!
Segið það með mér : Meeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeehehehehhee!!