Jæja,ég verð bara að skrifa grein um þetta. Þið hafið sjálfsagt flest heyrt um misheppnaða bankaránið sem reið yfir okkar litla land í dag. Þetta “rán” vakti án efa upp mikla kátínu hjá ykkur flestum og svo sannarlega hjá mér. Ég fylgdist spenntur með á Mbl.is í dag þegar alltaf nýjar og nýjar fréttir komu inn. Ég ætla að deila með ykkur þessu og svo leggja fram nokkrar tillögur.

Þannig var nú mál með vexti að ungur maður (Módel 78') gekk inn í Íslandsbankann við Eiðistorg í dag,gekk fyrir aftan gjaldkera,greip peningapoka og hljóp á dyr. Maður hugsar,hvernig komst hann fyrir aftan borðið og hvað þá hvernig hann náði að grípa peningapoka. Jújú,þannig var þetta nú að hann lét lítið fyrir sér fara og að lokum teygði sig í einn poka og hljóp út. Núna myndi ég halda að hann hlypi út,og þar myndi bíll bíða eftir honum. En NEI! það kom upp á daginn að það var LÖGreglustöð í sama húsi og bankinn þannig lögreglur úr öllum áttum voru komnar á staðinn innann nokkura mínutna og hófu þeir leit að manninum. Maðurinn,sem er 24,25 ára hafði þá hlupið út úr bankanum,inní strætóskýli og ætlað að taka SVR heim með þýfið undir úlpunni.

Hann var að sjálfsögðu gripinn og fannst þýfið á honum. Misheppnað nokk hjá honum,en ég ætla að deila með ykkur aðeins hvernig ég myndi gera þetta. Auðvitað er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á,en þetta sem ég mun skrifa hér er meira svona eins og maður kallar á góðri íslensku “Common sense!”


1. Ég myndi hafa grímu eða eitthvað fyrir andlitinu og kylfu eða raflostsjokker og fá með mér 1 eða 2 vini mína,þá einn til að vera á bíl og annann til að segja til hvunar lögreglan væri mætt á svæðið.

2.Ég myndi keyra burt og flýta mér að borga þessar skuldir mínar,því ég væri nú ekki að ræna penginum nema ég skuldi eitthverjum handrukkara eða öðrum óhugnaði.

3.Ég myndi losa mig við allt sem tengdi mig málinu og auðvitað gleyma þessu.

-

Ég vill taka það fram að ég er ekki að reyna að vera eitthver vitringur í bankaránum,þetta er bara það sem maður hugsar um þegar maður rænir banka,held ég allavega.

Maðurinn gerði eftirfarandi

Var óvopnaður (kannski var það útaf því að hann vildi ekki vera kærður fyrir vopnað rán ef hann næðist). Hljóp inn,tók þýfið og dreif sig út í strætóskýli til að ná strætónum heim. Kannski var það inní planinu hans,kannski ætlaði hann að ræna bankann 13:31 og ná fjarkanum 13:34 og þá komast heim,og þá kannski seinkaði fjarkanum og hann náðist.

Kannski vildi hann náðst,Kannski eru menn á eftir honum sem ná honum ekki ef hann er læstur inní klefa á Litla-Hrauni….

Hver veit,allavega ekki ég.

Ég tek fram að það síðasta sem ég vill gera er að gera lítið úr þessum manni,við vitum öll hvað það er að vanta pening sárlega,en bankarán er ekki lausnin.

Hranna