Ég var að horfa á fréttir stöðvar 2 í gær (28/08/03) og tók þar eftir tveimur fréttum framar öðrum.
Fyrsta fréttinn var sú að Greenpeace flaggskipið Rainbow Warrior er búið að boða komu sína hingað til lands, og hafa grænfriðungar boðað til funda í öllum hafnarplássum á landinu, þar ætla þeir að gera mönnum grein fyrir villu okkar að veiða hvali, auk þess ætla þeir að gera stjórnvöldum tilboð sem þeir segja að væri betra fyrir okkur.
Mín skoðun á þessu er einföld: við bönnum þessu skipi að koma inn fyrir okkar landhelgi, einfalt mál, það er fallbyssa framan á varðskipinu okkar, þeim verður gefinn hálftíma frestur til að snúa skipinu við og fara, ef þeir eru ekki búnir að minnsta kosti að snúa við á þeim tíma verður skotið viðvöunarskoti fyrir framan skipið og því gefnar 10 mínutur til að snú við og fara, eftir það verði því sökkt ef ekki er farið að tilmælum.
Einnig verði komið upp svipuðu sístemi og var gert við Falun Gong fólkið, ég meina ef íslenska ríkið getur troðið á réttindum fólks vegna eins manns þá held ég nú að þau geti þetta fyrir þjóðina, ég vil ekki sjá þetta pakk hérna, hræsnin í þeim fær mig til að gubba, plús það að systur samtök þeirra sökktu hvalbátum okkar á sínum tíma og það gerir þá að hryðjuverkamönnum(og konum).
Frétt 2
Viðtal við fyrrverandi þingmanninn Árna Johnsen sem dvelur í góðu yfirlæti á kvíabryggju, þar talaði hann um hvað náttúran gerði honum gott og hvað hann væri búinn að láta flytja steina fyrir sig til að hann gæti búið til hin ýmsustu listaverk, einnig var hann að spá í að fara í veiði þarna í nágreninu, enga útgerð sagði hann, en svona sér til dægrarstyttingar.
Ég verð að segja það að mér verður óglatt að sjá svona mismunun, þessi maður er dæmdur glæpamaður og hefur það betra en stór partur af þjóðinni, þetta segir mér bara eitt, það er í lagi að svíkja út peninga ef maður er þingmaður (eða á vini á háum stöðum).
Hann lét flytja fyrir sig sér rúm á sínum tíma vegna þess að hitt var ekki nógu gott, hann fær að spássera um svæðið eins og hann eigi það og honum er greinilega leyft allt sem honum dettur í hug, samt leyfir hann sér að skíta út hina og þessa menn fyrir að honum var ekki hleypt á þjóðhátíð.
Endilega tjáið ykkur nú um þetta kæru Hugarar.