Mér fynst svoldið skondið að þeir voru á radioX með morgunþátt, fara svo í sumarfrí, segjast koma til baka eftir vissan tíma, búa til auglýsingar sem segja hvenær þeir koma til baka en svo gerist ekkert. Næst fréttir maður að þeir eru komnir með útvarstöð sem einblínir á þeirra tónlistarsmekk, spila lög þegar þeir voru ungir og fullir.
Undanfarna mánuði hefur það komið mér mjög á óvart hvað gríðarlega margir hlusta á BBC, sérstaklega kom það á óvart það sem ég sá í mogganum, viðtöl við 5 manns sem var að ganga í krísuvíkinni og hlustandi á útvarpið. Þar kom í ljós að tveir þeirra voru að hlusta á BBC.
En förum aftur að þessari ákvörðun Norðurljósa, í grein í blöðunum um daginn sögðu þeir að BBC kostaði þá svo mikið og þessi breyting var tekin út frá því sjónarmiði. Sem sagt loka vinsælli stöð sem þeir reyndar fengu engar auglýsingatekjur af og stofna nýja stöð með öllum þeim kostnaði sem fylgir því og áhættu að miða á takmarkaðan markhóp.
Er ekki kominn tími á að safna undirskrifta lista fyrir að fá BBC World Service aftur?
_______________________