Starfsmenn Impregilo leggja hendur á Íslendinga... Fram hefur komið í fréttum síðast liðna viku og daga að uppi á Kárahnjúkum þar sem u.þ.b 650 manns og þar af 325 íslendingar vinna fyrir verktakann Impregilo við byggingu Kárahnjúkavirkjunar eru íslendingar beittir ofbeldi og einelti.
Viðtal var tekið við fyrrvr. starfmann Impregilo þar sem var rætt við hann um þessi mál lauslega og hann sagði sína sögu. Hann var að vinna,og yfirmaður hans sem er ítalskur og skilur enga ensku,sagði honum að taka eitthvern ákveðinn hlut en íslendingurinn miskildi og fékk fyrir það barsmíðar í hausinn og var spurður á ítölsku “Ertu fáviti?!”
Auðvitað er þetta ekki einsdæmi en var sagt í fréttum og haft eftir þessum unga manni að hinir fyrrvr. og vr. menn sem hafa fengið sömu meðferð hafi ekki þorað í þetta viðtal á hættu við að missa vinnuna.

Ítalarnir sem vinna þarna njóta fríðinda en ekki íslendingarnir,Ítalarnir fá sér herbergi en rússarnir,litháenarnir o.fl fá lítil 3-4 manna herbergi þannnig að einn þarf að fara á fætur í einu,þetta er svo lítið.
Tekið skal fram að Impregilo bauð lægst í þessa aðgerð.

Baggalútur gerði létt grín að þessu sem ég ætla að c/p hérna :

Svefnaðstaða verður bætt til muna og hefur fyrirtækið í því sambandi fest kaup á ríflega 60, fjögurra hæða kojum, sem hafa reynst vel við ítalskan kafbátahernað. Einnig verða fjórir starfsmenn um hverja ábreiðu í stað 16 og aðeins þrír um hvern kopp.

c/p endar

En núna spyr ég,hversu lengi ötlum við að láta traðka ofan á okkur,þetta er til skammar,ég er yfirleitt sammála honum Steingrími og svo sannarlega núna…

Þetta mál er bæði sorglegt og leiðinlegt. Fusta la Italiana!