Nú hefur Orkuveita Reykjavíkur hækkað gjöld fyrir hita og rafmagn og er það annar mánuðirnn í röð sem þeir tilkynna um hækkun. Samtals eru þetta um 10% hækkun á gjaldskrá á þessum tveimur mánuðum og ástæðan sem gefin er upp fyrir seinni hækkuninni er að það er búið að vera svo heitt????? Samkvæmt þessu eiga viðskiptavinir OR að biðja fyrir köldu og ömurlegu verði til þess að OR hækki ekki útselda þjónustu. Annars tel ég að viðskiptavinir OR séu í þessu tilfelli að borga fyrir misvitrar fjárfestingar Alfreð Þorsteinssonar og félaga sem eru t.d. Lína.net sem virðist ekki ætla að vera fugl né fiskur, Orkuveituhöfuðstöðvarnar sem kostuðu 800 og eitthvað milljónir svipað og skáli Alþingis og Þjóðmenningarhús hans Dabba, og svo rækjueldisfyrirtækið(hvað í andskotanum er OR að fjárfesta í sjávarútvegi?) svo einhver dæmi séu nefnd.
Þessi hækkun OR fékk mig til þess að hugsa um R-listann og þeirra beinu og óbeinu skattahækkanir sem margir virðast vilja gleyma þegar kemur að kosningum ásamt öðru sem illa hefur verið gert hjá þeim. Hérna eru nokkur dæmi:
Þeir hafa hækkað útsvar nær því hvert ár í valdatíð sinni nema síðustu tvö áramót en það eru búin að vera kosningaár. Fyrstu 5-6 árin gáfu þeir yfirleitt þá ástæðu að Sjálfstæðismenn hefðu verið svo slæmir í fjármálum að þeir þyrftu aurinn til að redda málunum. Samt er borgin stórskuldugri en fyrr.
Holræsagjaldið eða skítaskatturinn eins og hann var kallaður-Þetta gjald var sett á borgarbúa fyrir hreinsistöðinni við sjóinn og sagt var að það yrði tekið af þegar byggingu stöðvarinnar væri lokið. Gott og vel, allt í lagi með það, Sjálfstæðisflokknum hafði þó tekist að starta byggingu stöðvarinnar án þess að seilast meir í vasa almennings. Gjaldið hefur ekki enn verið tekið af þó að byggingu stöðvarinnar sé fyrir löngu lokið.
Hækkun fasteignagjalda- Þeta hefur R-listinn hækkað eins mikið og hægt er.
Leikskólagjöld-Nú á ég ekki börn en mér hefur sýnst þetta verið hækkað talsvert án þess að bæta þjónustuna, biðlistar eru enn til staðar og sumarlokanir sem koma illa við marga eru við lýði.
Strætógjöld- Ég tek þetta sem dæmi þareð ég nota strætó talsvert. Það hefur hækkað talsvert í strætó síðustu ár án þess að þjónustan hafi batnað. Hún hefur talsvert versnað og ég varð var við það eftir síðustu breytingar að tíminn sem tók að komast til vinnu lengdist sem flokkast ekki beint undir skilvirkar almenningssamgöngur.
Hækkun í stöðumæla- R-listinn virðist hafa það að markmiði að reyna að drepa niður miðbæjarverslun. Gjöld í stöðumæla voru hækkuð talsvert fyrir einhverju síðan og ástæðan sem gefin var upp til að bjarga miðbænum eða eitthvað þvíum líkt.
Ég læt þetta nægja enda ætlunin að fá fólk aðeins til að spá í þessu. Ég vill taka fram svona að lokum áður en maður verður úthrópaður Sjálfstæðismaður að ég telst vera vinstrisinnaður og dettur ekki einsu sinni til hugar að kjósa Dabba kóng og félaga á landsvísu. Aftur á móti lít ég á að sveitastjórnarmál og landsmál séu tveir ólíkir hlutir(ólíkt ýmsum) þó þau skarist stundum(samgöngumálaráðherra er mjög illa við vegaframkvæmdir í tengslum við Reykjavík á meðan R-listinn er við völd)og er ekki tilbúinn til að kjósa í blindni. Ég hef aldrei kosið R-listann þó, í fyrstu þar sem hann innihélt Framsóknarflokkinn(að mínu áliti er borgarbúi sem kýs Framsókn svona álíka eins og gyðingur sem kýs nasista, heimskulegt og hefur slæmar afleiðngar í för með sér), skilaði auðu til að byrja með, en kaus Óla lækni síðast þar sem ég er búinn að fá nóg af valdatíð R-listans sem mér hefur ekki þótt standa sig í stykkinuog ef svona heldur áfram þá held ég kjósi Sjálfstæðisflookkurinn ef Óli verður ekki í framboði.
Dæmið eftir verkum, ekki kjósa í blindni.