Góðan dag ágætu hugarar.
Ég er með smá fyrirspurn til ykkar sem þekkja eitthvað til fiskveiða.
Fyrirspurnin er:
Er einhver hér á huga sem þekkir/veit hvað þessi línuívilnun gengur útá?
Mig langar til að fræðast svolítið um þetta, sérstaklega ef þetta gengur út á að það er auðveldara fyrir nýliðana að komast að í greininni.
Svo er jú líka áætlaður stórfundur á Vestfjörðum um þetta mál og gæti það kostað að ríkisstjórnin falli. Og svo held ég að almenningur viti ekki svo ýkjamikið um hvað þetta gengur út á og heldur jafnvel að þetta sé enn eitt heimtufrekju-útspilið frá trilluköllunum :>)
Vona að einhver geti gefið upplýsingar og frætt okkur um þetta mál
og jafnvel bent okkur á hvar við getum nálgast upplýsingar um þetta.
kv. demco