Blákaldar staðreyndir um fátækt og hungur
“When I gave food to the poor, they called me a saint.
When I asked why the poor were hungry, they called me a communist.”
– Dom H. Camara
———————————————–

En hvers vegna sveltu fólk ? Hver er ástæðan fyrir því að í heimi þar sem nóg er til fyrir alla, eru skelfilega margir sem þjást af hungri.
Ástæða hungurs í heiminum er nefnilega EKKI skortur á mat, eins og svo margir virðast halda, því nóg er til af mat í heiminum til að metta alla
Fátækt er ástæða hungurs og fátækt orsakast af mörgum og flóknum fyrirbrigðum.

Sérfræðingar í hagfræði og mannkynssögu eru þó flestir sammála um að eftirfarandi atriði séu lykilástæður fátæktar í heiminum í dag :

1.Eignarhald á landsvæðum. Mikill meirihluti lands í Afríku er t.d. í eigu ríkra auðmanna sem gæti ekki verið meira sama um fólkið í landinu og nýta landið og auðæfi þess algjörlega eftir eigin hentugleika.
2.Notkun á landsvæðum í eitthvað sem framleiðir ekki mat fyrir fólkið, t.d. kakó og tóbak.
3.Aukin útflutningur á vörum frá þróunarlöndum sem krefst alls landsvæðis og því þarf að flytja inn mat fyrir þjóðina og það kostar mikið meira en hitt. T.d. er Indland búið að auka framleiðslu á blómum sem eru svo flutt út til Vestrænna landa, svo mikið að þeir þurfa að flytja inn hrísgrjón og annan mat.
Fáránlegt en satt og út úr búð eru hrísgrjónin of dýr fyrir flesta Indverja.
4.Stríð.
5.Ofveiði.
6.Lélegt land.
7.Skortur á lýðræði og réttindum


Semsagt ekki skortur á mat, eða tækifærum til að framleiða mat í löndunum, heldur misskipting auðs, valdníðsla og hugsunarleysi þeirra sem betur hafa það gagnvart hinum fátæku.


—————————————— —–
Nokkrar tölfræðilegar staðreyndir
———————————————–

ME NNTUN

Milljarður manns (1 af hverjum 6) kann hvorki að lesa eða skrifa og mun aldrei læra það.
-The State of the World's Children, 1999, UNICEF

Minna en 1% af því sem heimurinn eyðir á hverju ári í vopn, hefði dugað til að að fjármagna hvert einasta barn í heiminum í skóla fyrir árið 2000. En samt gerðist það ekki.
-State of the World, Issue 287 - Feb 1997, New Internationalist

———————————– ————
MISMUNUN
“It is a poverty to decide that a child must die so that you may live as you wish.”
–Mother Teresa

50 milljónir ríkustu menn í Evrópu og N-Ameríku þéna jafn mikið og 2,7 milljarðir fátækra.
“The slice of the cake taken by 1% is the same size as that handed to the poorest 57%.”
-Larry Elliott, A cure worse than the disease, The Guardian, January 21, 2002

Samanlögð þjóðarframleiðsla 48 fátækustu landanna (1/4 af löndum jarðarinnar) er minni en samanlagðar eignir þriggja ríkustu manna í heimi.
-Ignacio Ramonet, The politics of hunger, Le Monde Diplomatique, November 1998

51% af ríkustu efnahagsbatteríum heims eru fyrirtæki en ekki þjóðfélög.
-Holding Transnationals Accountable, IPS, August 11, 1998

Ríkasta þjóð í heimi hefur lang mestan mun á milli fátækra og ríkra.
-The Corporate Planet, Corporate Watch, 1997

20% mannkyns (sem búa allir í þróaðri löndunum) njóta 86% auðlinda jarðar.
-1998 Human Development Report, United Nations Development Programme

Topp 5 % af ríkasta fólki ríku landanna, njóta og græða 82% af auknum útflutningi og 68% af erlendum fjárfestingum. Neðstu 5% fátækustu í ríku löndunum ekki nema 1 %.
-1999 Human Development Report, United Nations Development Programme
12% af mannkyninu notar 85% af vatni jarðar og þessi 12% búa ekki í þriðja heiminum !
-Maude Barlow, Water as Commodity - The Wrong Prescription, The Institute for Food and Development Policy, Backgrounder, Summer 2001, Vol. 7, No. 3

Nokkur hundruð milljónamæringar eiga jafn mikinn auð og 2,5 milljarðar af fátækasta fólki heimsins.
-Economics forever; Building sustainability into economic policy PANOS Briefing 38, March 2000

Það eru 497 milljarðamæringar í heiminum sem samanlagt eiga 1,54 trilljónir $ sem er mikið meira en þjóðarframleiðsla allra landa í mið-Afríku (929 milljarðar $) og meira en þjóðarframleiðsla allra olíulandanna í Miðausturlöndum og N-Afríku (1,3 trilljónir $).
Það er líka meira en samanlögð innkoma fátækasta HELMINGI mannkyns (3 milljarðar manns).

-John Cavanagh and Sarah Anderson , World's Billionaires Take a Hit, But Still Soar, The Institute for Policy Studies, March 6, 2002

48 fátækustu lönd heimsins græða minna en 0.4% af heimsviðskiptum.
-Human Development Report 2000, p. 82, United Nations Development Programme

Samanlagðar eigur 200 ríkustu manna í heimi náði 1 trilljón$ árið 1999. Samanlögð innkoma þeirra 582 milljóna manns sem búa í 43 fátækustu löndum heims var 146 milljarðar $
-Ibid, p. 82

1960 höfðu 20% ríkasta fólk heims í ríkum löndum 30 sinnum meiri tekjur en 20% af fátækasta fólkinu í sömu löndum. 1997 var munurinn 74-faldur.
-Ibid

Munurinn á ríkustu og fátækustu löndunum hefur aukist samkvæmt eftirfarandi töflu :
1820 : 3 á móti 1
1913 :11 á móti 1
1950 : 35 á móti 1
1973 : 44 á móti 1
1992 : 72 á móti 1
-Ibid


—————————————– ——
HUNGUR OG DAUÐI

1,7 milljón barna munu deyja án ástæðu í ár vegna þess að ríkisstjórnir heimsins hafa feilað að draga úr fátækt.
-Missing the Target; The price of empty promises, Oxfam, June 2000

Af öllum mannréttindabrotum heimsins í dag, eru fátækt og skortur á samfélagslegri þjónustu þau atriði sem skaða langflesta í heiminum og er hvað víðtækast.
-Ibid, p. 73

790 milljónir manna í þróunarlöndum þjást af alvarlegum næringarskorti.
-World Resources Institute Pilot Analysis of Global Ecosystems, February 2001, (in the Food Feed and Fiber section).


———————————————–
SKULDIR

Þróunarlönd eyða nú 13$ í að borga skuldir til vestrænna landa á móti hverjum 1$ sem þau þéna.
-Global Development Finance, World Bank, 1999

Því fátækara sem landið er því meiri líkur eru á því að afborgarnir af skuldum landsins séu dregnar beint frá fólki sem aldrei sá neitt af þessum peningum.
-Debt - The facts, Issue 312 - May 1999, New Internationalist

7 milljónir barna deyja hvert ár vegna skulda þjóðfélagsins.
-The home page of the Jubilee 2000 web site, as of March 24, 2001


——————————————— –
STÖÐNUN - AFTURFÖR

Efnahagslegur vöxtur og flestir aðrir mælikvarðar á gæði lífernis hefur hægst verulega síðastliðin 20 ár (1980-2000) um flest allan heim í samanburði við 20 árin áður (1960-1980). Löndum var skipt í 5 hópa eftir efnahag.
Meðal annars hefur :
Efnahagsvöxtur fallið í öllum löndum, bæði ríkum og fátækum.
Lífslíkur hafa minnkað í 4 af þessum 5 hópum landa.
Fækkun á ungbarna og barnadauða hefur hægst verulega á tímum alheimsvæðingarinnar frá áratugunum á undan.
Hægst hefur einnig á framförum í menntun og læsi síðastliðin 20 ár.
-The Scorecard on Globalization 1980-2000: Twenty Years of Diminished Progress, by Mark Weisbrot, Dean Baker, Egor Kraev and Judy Chen, Center for Economic Policy and Research, August 2001.

Í dag lifa 1,3 milljarðir manna á minna en 1$ á dag og 3 milljarðar manna lifa á minna en 2$ á dag.
1,3 milljarðir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni.
3 milljarðir manna hafa ekki aðgang að hreinlætisaðstöðu.
2 milljarðir manna hafa ekki aðgang að rafmagni.
-James Wolfenson, The Other Crisis, World Bank, October 1998, quoted from The Reality of Aid 2000, (Earthscan Publications, 2000), p.10

Helmingur mannkynsins, nærri 3 milljarðir manna, lifa á minna en 2 $ á dag.
-World Bank
(ath að þessat tölur frá WB um að $ á dag sé fátækramörk, hafa verið gagnrýndar mjög mikið, í fyrsta lagi vegna þess að ekki þykir eðlilegt að hafa sömu tölu allstaðar í heiminum sem fátækraviðmið, t.d. er talað um í BNA að fátæktarmörk f. 4 manna fjölskyldu sé 11$ á dag og þá eru 2$ á dag á einstakling langt fyrir neðan þau fátækramörk, sem segir okkur að þessar tölur eru ekki að gefa upp raunverulega mynd og að öllum líkindum er fátækt margfallt meiri en þetta)
Gagnrýni á þessar aðferðir til að meta fátækt er t.d. hægt að lesa hér :
http://www.transnational.org/features/chossu_worldba nk.html
http://www.columbia.edu/~sr793/count.pdf


———————————————–
“The poverty of our century is unlike that of any other.
It is not, as poverty was before, the result of natural scarcity, but of a set of priorities imposed upon the rest of the world by the rich.
Consequently, the modern poor are not pitied…but written off as trash.
The twentieth-century consumer economy has produced the first culture for which a beggar is a reminder of nothing. “
– John Berger
———————————————–