Ég veit að þetta er ekki neitt sem hefur mikið áhrif á allt Ísland en samt finnst mér þetta ógeðslega pirrandi mál. Það er ógeðslega rándýrt að kaupa bland í poka núna. Auðvitað var hægt að afsaka þetta útaf gengi krónunnar og því kjaftæði einu sinni en ekki núna þegar krónan er svo sterk. Þetta er hundfúlt. Í bónusvídeo kostar til dæmis 155 kall 100 grömm af nammi sem er alveg fáránlega mikið.
Síðast þegar ég vissi kostaði það 140 kall í Nammilandi í Hagkaupum og ég veit ekki um verð á öðrum stöðum.
Það liggur við að einu dagarnir sem hægt sé að kaupa nammi á venjulegu verði séu á laugardögum þegar það er 50% afsláttur á öllu svoleiðis.
Það liggur við að ég tími því ekki lengur að kaupa bland í poka, það er svo geðveikt dýrt.
Það er náttúrulega ekki verið að neyða neinn til að éta nammi en ég er svo nammisjúkur að ég ræð ekkert við svona hluti :)
Mér finnst að það mætti lækka verðið á nammi töluvert.
Þegar maður vars vona 11 ára (er núna 13) gat maður keypt bland fyrir 100 kall og þá var það þvílíkt mikið en það er ekki þannig lengur.
Mér finnst að það eigi að lækka verð á blandi í poka!!


PS. Það er ódýrara að fara í sambíóin að kaupa nammi heldur en á bónusvídeo, pælið í því…
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.