Lógó Lógó er eitthvað sem grípur athygli manns. Lógó er eitthvað sem vekur forvitni.
Lógó er eitthvað sem fær mann til að langa vita hvað stendur á bakvið það. Þess
vegna er lógóið besti vinur stórfyrirtækja og tónlistarmanna sem eru útum allan
heim að fanga athygli fólks.

Áhrif lógósins eru ekki svo ósvipuð gömlum galdratáknum sem til forna áttu að
leiða að því að maður næði vilja sínum fram. Þá stundaði maður einhverja
sérstaka athöfn og notaðist við ákveðið tákn, sem átti við.

Athöfnin var einhvernvegin byggð upp þannig að táknið grófst djúpt niður í
undirmeðvitundina á mjög tilfinningaríku augnabliki, eins og t.d við gríðarlegann
sársauka, eða gífurlega vellíðan (örugglega ástæðan fyrir því að flestir galdramenn
voru frekar afbrigðilegir)

Auðvitað var ekkert göldrótt við táknið, en ástæðan fyrir því að þetta virkaði svona
vel er sú að í formi táknsins grófst ásetningur athafnarinnar niður í
undirmeðvitundina og ósjálfrátt næstu mánuði færði galdramaðurinn sig nær
takmarkinu.

Þau áhrif sem lógó hafa á mann eru á sama hátt jafn sterk og galdratáknin, þau
grafa sig líka niður í undirmeðvitundina og oftar en ekki, ef manni líkar við lógóið,
kaupir maður einhvern hlut á uppsprengdu verði sem stendur á bakvið ímyndina.
Hve oft hefur maður verið að labba í gegnum plötubúð, séð eitthvað flott albúm,
og þar af leiðandi hlustað á diskinn?


Þetta er elsta sölutrikkið í bókinni, og ástæðan fyrir því að maður lætur blekkjast
er einmitt sú að manni finnst lógóið flott. Ef lógó er jafn flott og t.d Nike, getur
ekki verið að fyrirtækið á bakvið það stundi barnaþrælkun í fjarlægum löndum, er
það nokkuð?