Þegar hún sá eina skyrtu í búðarglugganum, sem henni leist vel á, bað hún um að fá að skoða hana nánar. Afgreiðslumaðurinn horfði efins á konuna (í íþróttagallanum)…en gekk afsíðis og spurði Sævar Karl sjálfan hvort hann mætti sýna henni skyrtuna.
Sævar karl horfði með snobbuðum fyrirlitningarsvip á konuna, hrissti höfuðið og sagði “Hún getur bara skoðað skyrtuna í glugganum”.
Ég hef lent í svipuðu í “betri” fataverslunum á Íslandi. Kanski ekki í svona niðurlægingu…en samt ófaglegum vinnubrögðum.
T.d. finnst mér afgreiðslufólk í tískubúðum einbeita sér of lítið að sniðinu & hvað passi manni….og kjafti endalaust hvað ALLT fari manni vel.
Man þegar ég var unglingur að versla í 17 eftir einni fegurðardrottningu sem sagði “Guuuuð hvað þú ert sætur í þessu” um allt sem ég mátaði :-)
Síðan er íslenskt afgreiðslufólk margt svo óþolinmótt…fnæsir og gnístir tönnum ef maður biður kurteysislega um að fá að máta fötin í friði.
“True words are never spoken”