Þú vilt semsagt setja ríkið ofar foreldrunum?
Má þá ríkið taka ekki alveg eins setja reglur um það í hvernig litum fötum börn meiga vera?
Það hlýtur að þurfa að hafa reglur um það, annars gætu hin börnin farið að stríða barninu fyrir að vera í fjólublárri úlpu eða einhverju enn verra.
Fyrst það er í lagi, getum við ekki alveg eins sett uppeldislög, þar sem ríkið ákveður hvernig höndla skuli uppeldi barna?
Þar er t.d. hægt að ákveða hvort gefa eigi börnum sælgæti á laugardögum, eða bara í hvert skipti sem þau væla. Það væri líka hægt að ákveða (svo foreldrarnir þurfi ekki að velta sér upp úr því) hvort barnið fær að eignast reiðhjól eða ekki, miðað við hversu fljótt barnið lærir að ganga. Þau börn sem eru sein til að ganga, fá því ekki að eignast reiðhjól.
Hljómar fáránlega, er það ekki?
Jú, en þetta er ekki svo langt undan. Spurningin er hversu langt þú vilt leyfa ríkisafskiptum að ganga.
Mitt barn, mín ákvörðun. Ef þér líkar ekki við nafnið, þá verður að hafa það. En þú (ríkið ert þú og ég og allir hinir) hefur ekki rétt til að banna mér að velja eitthvað nafn.
Stríðni annarra krakka vegna nafnsins er lélegur mælikvarði. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað barnið heitir, aðrir krakkar munu gera grín að nafninu einhvers staðar á lífsleiðinni. Skiptir engu hvort það er Jón, Ólafur, Sigurður eða Lampi.
Ef ríkið fær að ákveða hvað barnið heitir (sem það í raun gerir með því að hafa neitunarvald) finnst mér það of langt gengið. Ríkið á að sjá um ALMENN mál, ekki einkamál eða fjölskyldumál.
Annars telst það skref nær fasisma.
Marteinn Mosdal væri sjálfsagt stoltur af tilveru Mannanafnanefnd. “Það skal bara vera eitt nafn fyrir konur og eitt fyrir karla. Óþarfi að flækja málið með fleiri nöfnum.”
Þú fyrirgefur, en þó svo þér finnist ríkisafskipti sem þessi í lagi, þýðir ekki að þau SÉU í lagi.
Mér finnst þau ekki í lagi og því alfarið á móti tilveru nefndarinnar (finnst það reyndar þjóðinni til háborinnar skammar).
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.
Temsi:
Þó svo að þetta samtal þitt við mal3 er komið langt útfyrir greinarsviðið, þá vil ég leggja eitt í púkkið: Við eigum ekki börnin okkar. Þetta er í lögum þannig að foreldrar eiga ekki börnin sín, þau eru ábyrgðamenn þeirra þartil að börnin hafa náð þroska.
Í rauninni getur þú spurt sjálfan þig að einu: hvort er mikilvægari, þegar talað er um barnið, ákvarðanaréttur foreldranna á barninu, eða mannréttindi barnsins?
enginn getur sagst eiga einhvern annan, ekki heldur foreldrar. Barnið þitt er þenkjandi einstaklingur sem að á rétt á virðingu, og mannréttindum, barnið er ekki einhver eign þín sem þú mátt fara með að vild.
Það er svosem hægt að pæla í því hvar mörkin eiga að liggja milli vald foreldris og ríkis um ákvarðanatöku vegna barnsins, en vinsamlegast ekki vera með þær pælingar í þessari grein, þér er guðvelkomið að byrja nýrri grein vegna þessa máls.
K.
0
Eru það mannréttindi barnsins að heita nafni sem ekki er hægt að gera grín að?
Hefurðu kíkt í símaskránna?
Hér eru nokkur nöfn sem mætti banna samkvæmt þeim reglum:
Ljótur
Bolli
Ketill
Drengur
Jón (jón flón, t.d.?)
Sigurður (Siggi sulta?)
Friðrik (Frikki pikki)
Það sem ég er búinn að vera að reyna að útskýra fyrir Mal3 en hann virðist ekki skilja, er að börn geta gert grín að öllum nöfnum.
Það, hvort hægt sé að gera grín að nafninu ætti að vera foreldrunum vegvísir, en það á ALLS EKKI að setja það í lög. Það er heimskulegra en allt sem heimskulegt er og er ótrúlegur yfirgangur ríkisvaldsins.
Ég veit t.d. um barn sem átti að heita tveim nöfnum sem hefðu valdið mikilli stríðni í skóla, en foreldrarnir skiptu um skoðun og sneru röð nafnanna við svo það var ekki eins “grínlegt”. Þar kom ríkið ekkert inn í, enda bæði nöfnin “lögleg”. En það að einhverjum skuli finnast það í lagi að ríkið setji reglur um það hvaða nöfn má nota og hver ekki, er hreint út sagt fáránlegt og er ekkert annað en valdníðsla.
Ef þú hefðir lesið þessa umræðu í heild en ekki gripið í þessi nokkur síðustu skilaboð, þá hefðirðu séð að ég minntist á mannanafnanefnd í sambandi við öfgakennda málvernd mjög snemma í umræðunni. Mal3 hafði eitthvað út á það að setja og smám saman færðist umræðan milli okkar út í það. Það kallast klofningur í umræðunni. Hún hófst hér og hún getur endað hér. Óþarfi að búa til nýja umræðu til þess. Vinsamlegast ekki segja mér hvað ég má tala um og hvað ekki. Það er sama sovétlyktin af því eins og mannanafnanefndinni.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.
0