Frá því að ég fór að stunda Hugi.is fyrir einhverjum 4-5 mánuðum hef ég lesið ótal svör við greinum og greinarsvörum það sem ráðist er á fólk vegna málfars og/eða stafsetningar.
Nú veit ég ekki með aðra en ég er hér til þess að lesa greinar og skiptast á skoðunum um málefni sem ég hef áhuga og skoðanir á. Ef fólk sem hér tjáir sig er ekki gott í stafsetningu, málfræði eða setningarskipan þá er mér nokk sama svo lengi sem ég skil hvað fólk er að segja, það er það sem skiptir máli hér!
Þegar fólk hefur engin önnur svör eða rök en “þú ert ömurlegur(ur) í stafsetningu” eða “ætlast þú til þess að einhver taki mark á þér þegar málfarið hjá þér er svona ömurlegt?” þá ætti fólk bara að láta kyrrt liggja og sleppa því að svara, umræðan er í flestum tilfellum ekki um málfar eða stafsetning, heldur eitthvað allt annað.
Nú er ég ekki neinn sérfræðingur í lesblindu eða öðrum erfiðleikun með lestur og ritun. Þó veit ég svo mikið að líklega eru um 20% fólks með einhverjar “raskanir” á þessu sviði. Þetta stafar ekki af einhverri leti eða ómennsku í námi eða “heimsku”, heldur einfaldlega getur þetta fólk ekki tileinkað sér þetta, hefur eitthvað að gera með umritum skynboða í heila. Hvort sem er frá lestri yfir í talað eða ritað mál , frá rituðu máli yfir í skilning eða skilningi og/eða hugsun yfir í ritað mál.
Margir þeir sem greindir eru sem lesblindir eru snillingar í t.d. rúmskynjun og hönnun, já og standa sig vel í öðrum greinum en þessum dæmigerðu “lesfögum" s.s. stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði þar sem tákn eru notuð ekki bókstafir og setningar. Sumir reyndar ná árangri í lestir og ritun með mikilli æfingu og tilsögn en aðrir verða bara að búa við þetta og vonast eftir umburðarlindi frá öðrum sem ekki eru haldnir þessu! Meia að segja sagði einhver sem ég get ekki nafngreint að leblinda (dyslexia) væri náðargáfa!
Þeir sem haldnir eru les-skriftar og/eða ritunarörðuleikum hafa fullan rétt á að tjá sig í rituðu og töluðu máli eins og aðrir sem ekki flokkast undir þessi 20%. Þið sem stöðugt finnið hjá ykkur til þess þörf að vera með einhverjar “plammeringar” vegna málfars eða stafsetningar ættuð kannski að staldra aðeins við og spá í hvort þið sjálf séuð að öllu leiti fullkomin? Ef þið komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki þá spyrjið ykkur sjálf hvort þið kærðuð ykkur um að stöðugt væri einhver sem benti ykkur á þennan ófullkomleika? Sem þið getið jafnvel ekkert gert til þess að laga.
Þeir sem skrifa vitlaust eða eru slæmir í málfræði eru ekki greindarskertir! Hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og málefni og ætlast til þess aðskoðanir þeirra séu virtar án þess að stöðugt sé bent á veikleika þeirra!
Ykkur sem viljið kynna ykkur lesblindu frekar, bæði þess að læra að lifa með henni og/eða til þess að verða aðeins umburðarlyndari gagnvart einstaklingum sem þjást að henni þá er tengillinn hér ágætis byrjun http://www2.fa.is/~sveinbjorg/setur1/index.html
Lifi ð vel