Þessa frétt las ég á Textavarpinu áðan.
Tónlistarnemum synjað um skólavist
240 nemendum hefur verið synjað um
inngöngu í framhaldsnám í
tónlistarskólum Reykjavíkur nema að
sveitarfélög greiði til skólanna. Flest
sveitarfélögin neita að greiða fyrir
tónlistarnám.
Reykjavíkurborg ákvað í vor að hætta að
greiða fyrir nemendur í tónlistarnámi
sem ekki hafa lögheimili í borginni.
Fjöldi nemenda stendur nú frammi fyrir
því að þurfa að hætta tónlistarnámi.
Einhverjir þeirra þó þegar fært lög-
heimili til ættingja í Reykjavík.
Hvers konar óréttlæti er þetta? Af hverju er verið að mismuna fólki eftir búsetu? Ég er einn af þeim fjölmörgu tónlistarnemum sem eru svo óheppnir að búa ekki í Reykjavík. Þar af leiðandi fékk ég tilkynningu í vor um að ég þyrfti að fá mitt sveitafélag til að borga kennslukostnað minn við Tónlistarskóla Reykjavíkur…rúm 350 þúsund krónur! Sveitafélagið mitt vill ekki borga frekar en önnur sveitafélög og þar sem ég hef ekki tök á því að flytja lögheimili mitt til Reykjavíkur neyðist ég til að hætta mínu tónlistarnámi. Og ég er síður en svo einsdæmi.
Afhverju er þessu skellt á nemendurna?
Finnst ykkur þetta réttlætanlegt?