Nú hafa fasistarnir á Blönduósi endalega farið með það. Það
er ekki nóg að þeir hafi hrellt þjóðina til margra ára með
fáránlegum umferðarsektum heldur hafa þeir nú tekið það
upp hjá sér að aflífa ólöglega ferðamenn. Þannig var það að á
mánudag voru franskir ferðamenn að ferðast við Þrístapa á
Þingi, og lentu því miður í dauðasveitum Blönduós löggunar.
Blönduóslöggan stoppaði fólkið þar sem það var köttur í
bílnum og aflífaði hann eftir að hafa ráðfært sig við
yfirdýralækni. Fólkið sem kom hingað með Norrænu hefur
örugglega ekki vitað að það væri að smyggla kettinum þegar
það kom hingað til lands, en ferðamenn sem ferðast um á
húsbílum í Evrópu er mjög oft með hunda og ketti með sér í
ferðalögum. Hundar og kettir eru líka oft teknir með í
hnattsiglingar.

Hefði ekki verið nær að skella bara kisa beint út í Hrísey á
kostnað ferðamannana? Þeir hefðu örugglega glaðir borgað
þá vist frekar en að láta aflífa hann.

Ef þið vissuð það ekki þá voru það félagarnir í Blönduós
löggunni sem voru ekki vissir hvort þeir hefðu fundið kanabis í
vetur og hentu því svo á haugana eftir að hafa með hjálp
lögregglunar í RVK að þetta væru kannabisplöntur, en hvað
um það.