ADD
“En þetta eru náttúrulega bara fóstur, sem “næstum aldrey (sic!)” deyja eða fæðast vansköpuð. Hvað er eitt fóstulát miðað við kött?”
Hvernig getur þú lagt saman 2 og 2 og fengið úr 6? Ég held að ég hafi aldri sagt að köttur væri verðmætari en mannslíf. Þú útrýmir ekki þessu snýkjudýrir með því að farga þessum ketti sem fólkið kom með til landsins.
Snýkillinn er einn af tiltölulega fáum sem ekki eru mjög hýsilbundnir. Hann finnst m.a. í sauðfé, nautgripum, svínum og nagdýrum auk katta og er útbreiddur um allan heim
Á
http://www.biosci.ohio-state.edu/~parasite/toxoplasma.h tml segir
“Flestir menn sem sýktir eru Toxoplasma mynda fljótt mótefni gegn snýklinum. Í sumum tilfellum getur þó sýkillinn valdið skaða þ.a.m lifrabólgu, lungnabólgu, blindu og einkennum frá taugakerfinu. Þetta á sérstaklega við ef um er að ræða einstaklinga sem af einhverjum ástæðum eru með skert ónæmiskerfi, s.s. AIDS sjúklingar”
Þessar upplýsingar sem þú vísar í af netdoktir segja ekkert til um tíðni fósturláta af völdum snýkilsins. Eingöngu að 7,5-10% ófrískra kvenna séu smitaðar af honum (í Danmörku og Englandi). Flestar hafa þá væntanlega myndað mótefni gegn snýklinum og ef þú hefur lært örverufræði á háskólastigi eins og þú segir þá veist þú að mótefni í blóði móður berast til fósturs í gegnum fylgju. Fóstrið er því ekki líklegt til þess að smitast. Ef móðir smitast á meðgöngu tekur um 3 vikur að mynda mótefni gegn snýklinum (
http://www.pighealth.com/toxoplasma.htm)Á vef Hollustuverndar (
http://www.hollver.is/eitur/heilbrsvid/sandkassi.htm) segir að
“Til að hindra smit af bogfrymlasótt ættu barnshafandi konur að hafa eftirfarandi í huga.
1. Ekki að þrífa saur eftir ketti
2. Hafa góða hanska við garðvinnu.”
Flestar ef ekki allar konur sem ég þekki (og menn líka) meðhöndla kattarskít af “virðingu” Þ.e. þvo sér um hendur eftir að hafa þrifið kattarsandskassa. Flestir hafa einhvertíma á ævinni verið í snertingu við ketti og eins og þú segir þá mældur 60% af 60 ára dönskum konum með mótefni fyrir snýklinum.
Ég get því miður ekki fundir heimildir um tíðni fósturláta vegna snýkilsins, en líklega stafar það af því að staðfest tilfelli eru fátíð!
1.
Varðandi þessa athugasemd:
“Og geta fönguð dýr ekki smitað? Skrítið vita síklar, veirur og sníkjudýr allt í einu að kötturinn hefur verið fangaður og ákveða að vera bara á kettinum en ekki annars staðar. Vá hvernig vita þær það? Geturðu upplýst mig um það? Það gleymdist nefnilega kenna mér þetta þegar ég lærði um bakteríur í háskólanum”
Þá vil ég bara segja að ef þú hefur lært um snýkjudýr, örverur og veirur í háskóla þá veist þú að afskaplega litlar líkur eru á að köttur innilokaður í búri smiti menn eða dýr af einhverri óværu sem hann HUGSANLEGA ber.