Fyrir hvern er Pétur Blöndal á alþingi?
Ég get tæplega látið það fram hjá mér fara að vekja athygli á viðbrögðum Péturs Blöndals vegna olíufélagsmálsins. Þegar að hann var spurður um málið en hann er formaður efnahagsnefndar alþingis þá sýndi maðurinn undarleg viðbrögð að mínu mati. Í fyrsta lagi var hann svo ergilegur og pirraður, hann vildi helst ekki tala um málið og var með skæting. Þá kom það mér á óvart að hann vildi ekki auka fjárframlög til samkeppnisstofnunar, hann vildi að þeir forgangsröðuðu verkefnum öðru vísi til að rannsaka málið. Svo var hann spurður um hvort að hraða ætti rannsókn málsins, nei það vildi hann ekki heldur. Þá var hann spurður um hvort að hann hefði áhyggjur af málinu, ja þá hafði hann meiri áhyggjur af því hvernig málinu hafði verið lekið. Já, Pétur Blöndal hafði meiri áhyggjur af því hver lak málinu heldur en að við neytendur hefðum verið hlunfarnir árum saman. Ég spyr því fyrir hvern er Pétur Blöndal á alþingi? Er hann kannski kosinn af geimverum? Eru þær kjörgengar? A.m.k kom hann mér fyrir sjónir sem geimvera og það frekar pirruð geimvera. September.