Góðan daginn.
Ég ákvað að líta við á heimsíðu björns bjarnarsonar rétt áðan til að finna efni um tillögu hanns til varnarliðs á íslandi. Þar sem ég er öruggt andvígur hervæðingu íslands þá fékk ég fyrir brjóstið að sjá uppástungur hanns varðandi stærð hersins.
Varnarmáladeilan er augljóslega út af því að bandaríkin vilja sleppa herstöðinni á íslandi, þetta vekur ótta um öryggi íslands. Ég styð öryggi ótvírætt en ég mótmæli fölsku öryggi óspart. Grundvöllur til öryggi íslands felst í vinum okkar en ekki í íslandi sjálfu, áætlun bandaríkjana er gott dæmi um nútímagildi íslands á vígvellinum. Það er ekki einu sinni virði þess að hafa radarstöðvar hér að mati bandaríkjana þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir ríkisstjórnar um að halda heraflanum.
Stærð og geta :
Tilaga björns bjarnarsonar.
Virkur her : 500-1000 manns.
Varalið : 21,000 manns.
Miðað við fjölda íbúa er þetta nærri óþekkt að reyna þetta nema af örvilnun. Það er krefst að nærri 1/4 karlmanna sem eru á aldrinum 15-49 gangist undir lágmarksþjálfun í notkun skotvopna og hergagna. Þar sem það er ólöglegt að hafa karlmenn yngri en 18 ára í þjónustu og talið óráðlagt að maður sé eldri en 35 ára við byrjun þjónustu. Þá er um 40,000 manns eftir til genga þeirri þjónustu og þá er annar hver maður í varaliðinu á aldrinum 18-35 ára, sem er ekki þekkt hjá nokkrum vestrænum her. Þá er næst að nefna sjálfan herinn, ekki varnarliðið. Her sem hefur 500-1000 einstaklinga er með mjög takmarkaða getu, að fylla upp í hefðbundinn vígbúnað er krefst venjulega ákveðinn fjölda til að nýta bardagagetu sem best. Vígbúnaður verður svo takmarkaður að einhver missir á vígbúnaði tryggir fall hersins við fyrstu átök.
Hvað geta þúsund manns :
Sem sjálfstæður her er raungeta nærri engin, það er grimmur sannleikur að heill her sem er einungis þúsund manns er dauðadæmdur á heimsmælikvaðra. Það er ekki hægt að manna nokkurs konar deild almennilega með svona lítinn herafla. Mínar áhyggjur og raunsæi beinist andspænis hervæðingu einungis vegna þess hversu lítið öryggi þetta gefur okkur í raun. Það er bara almenn skynsemi að frekar gefast upp en að berjast af fremur augljósum ástæðum.
Dæmi um mjög litla herdeild (1):
10 Skriðdrekar ( Main battle tanks - Abrahams M1A2 ).
-4 manns í áhöfn
5 Sjálfvirk stórskotalið ( Self-propelled artillery - Paladin A6).
-4 manns í áhöfn
20 Brynvarðir vagnar fyrir fótgönguliða ( Mechanized infantry - Bradley M2A3 )
-3 manns í áhöfn og ber um 6 manns.
Þetta krefst minnst 240 manns einungis til að nota vélbúnaðinn. Síðan er ekki að tala um birgðarhaldið sem krefst til að halda slíkri deild á hreyfingu, deildin getur verið á birgðarhalds í 1-2 daga í miklum átökum. Skotfæri og eldsneyti fer mjög fljótt þegar átök standa yfir.
Til þess mætti áætla minnsta kosti 200-300 manns til að viðhalda vélbúnaði virkum undir átökum. Það tryggir lágmarks stærð upp á 400 manns til að hafa litla deild í vígstöðu. Fráfall einhvers vélbúnaðar eða manns skaðar bardagagetu talsvert samstundis og tryggir fall deildarinnar.
Síðan er flugfloti ennþá verr staddur, þar sem við verðum að vinna með tæknilegum yfirburðum eða fjölda. Ísland hefur ekki getuna fyrir hvorugt, gæði hvers hermanns er ekki tryggt og við myndu neyðast til að taka við vanhæfum einstaklingum til fullmanna lítinn her sem á möguleika til að valda einhverjum skaða. Þar sem gæðin tapast er bardagahæfni talvert minni og dregur áhrifum fjöldans ( gott dæmi er víetnam og kórea ).
Það er hreinlega ekki raunhæft að reyna þetta fjárhagslega eða í nafni öryggis. Slíkur her gefur reyndar óvinum ( hverjir sem þeir eru ) okkar betri afsökun til að ráðast á okkur án hræðslu við hefndaraðgerðir ( ef við værum ekki hluti af NATO ). NATO / Vinir okkar eru okkar skjöldur ef við byggjum her er innrás möguleg og ekki hægt að staðhæfa ólögmæti þess. Þar sem við erum “hæf” til að verja okkur sjálf, varnarleysi er góð vörn fyrir ísland. Sérkennilegur hugsunarháttur en er byggður á betri rökum finnst mér. Íslenskur her gæti ekki haldið út hefðbundin átök gagnvart stærri her nema í stuttan tíma (1-2 vikur hámark).
En já, mal3. Ég fer seinna í vandamál þess að notast við skæruhernað eða “paramilitary” her.
Ég þarf víst að vinna í öðrum málum :)
(1) Army fact file (
http://www.army.mil/fact_files_site/alpha.html )