US Army er ekki það sem hann var
Nú er talað um að Kanarnir séu komnir í nýtt Víetnam í Írak, hermenn þeirra eru felldir nær daglega og mannfallið er orðið meira en í Persaflóastríðunu(fyrra?), og komið kurr í bæði hermenn og þá sem heima sitja.
Ég hvað að horfa á viðtal við BNA hermann í sjónvarpinu um daginn og reyna að skilja mannin sem varla kunni ensku, átti líklega spænsku að móðurmáli. Spönskumælandi(Hispanics) eru að verða stór hluti liðsmanna BNA hersins í takti við fjölgun þeirra í BNA og þau tækifæri sem herinn færir þeim til mennta.Ég man fyrir nokkrum árum þegar ég var í Miami, þá heyrði ég US Army auglýsa stíft á latino stöðvunum, allt á spænsku. Ég hef einmitt tekið eftir því að einn foringinn þeirra hér Carlos eitthvað og annar Arabísku (múslímsku ?) en um 15.000 múslímar eru í hernum.
Þá fór ég að spá í hvort það væri af þessu sem Bush og ríka elítan er óspar við að senda BNA hermenn út í heim til að berjast, sem eru að stórum hluta úr minnihlutahópum og fátækari þjóðfélagshópum, t.d. hvítum suðurríkjamönnum.
Er þetta ekki einmitt eitt dæmið um hvernig BNA er farið að lýkjast Rómaveldi rétt fyrir fallið ? Infæddir eðalbornir Rómverjar voru hættir að vilja berjast en létu málaliðana um það sem síðan vildu verða “Rómverjar” í staðinn. Síðan molnaði Róm innanfrá. Margir telja að BNA sé nú að teygja sig of langt í heiminum, með miklum fórnarkostnaði í mönnum og fjármagni, en viðskiptahalli BNA fer svo vaxandi að efnahagssjérfræðingar hafa margir af því áhyggjur.