Ég er ekki viss um hver hóf þessa deilu en ætli sá aðili hafi ekki verið orðinn þreyttur á þessum svokölluðum “stigahórum” en ég nefni enga hugara í því máli. Sjálfur hef ég ekkert á móti fyrrnefndu “hórunum” en sjálfur er ég kallaður það af og til :P (þó mér finnist ég ekki vera það… eða jú svona stundum ;). Mig grunar um sniffins að afbrýðissemi út af stigunum “sem eiga sér sín völd” hafi tekið yfir manneskjunum sem byrjuðu að hóta stigahórunum um að hætta því að senda inn c/p greinar (sem ég tek sterklega fram um að ég sé á móti) en hinsvegar skil ég ekki að illa skrifaðar og stuttar greinar skilgreinist sem stigahór. Ég ítreka það að ég myndi líklega umsvifalaust hætta að stunda Huga (og fl.) ef stigin yrðu tekin burt því hver er þá tilgangurinn í gamaninu? Sú er spurningin.
Ætli “eldra fólk” (skilgreini engan aldur) séu einmitt pissuð af út af yngra fólkinu og gelgjunum sem taka yfir með bullgreinunum sínum og öllu stigahórinu? Ég hélt nú að Hugi væri ekki alvara lífsins þannig skiptir það miklu máli hvort að einhverjir Jón Jónssonar úti í bæ séu að gera sökkaðar greinar? En… stigin eru gamanið og kannanirnar og greinarnar feida út í engann tilgang og þar með missir www.hugi.is allan tilgang.
Viljið þið virkilega að stigin fari? Breytir það einhverju? ÞRJÁR GÓÐAR ÁSTÆÐUR GOTT FÓLK…. ÞRJÁR GÓÐAR ÁSTÆÐUR…..
_________________________________________________