nú er nóg komið
Ríkisútvarpið - Sjónvarp krefst 336.000 króna gjalds ef gamalt myndband úr safni sjónvarpsins verður sýnt á skemmtun í Tónlistarskóla Ísafjarðar. RÚV gefur engan afslátt, og því neyddust menn til að hætta við sýningu myndbandsins.
Um er að ræða viðtalsþátt Bryndísar Schram frá árinu 1978, þar sem hún ræðir við hjónin Ragnar H. Ragnar, fyrrverandi skólastjóra tónlistarskólans og einn helsta frumkvöðul í öflugu tónlistarlífi bæjarins til fjölda ára, og konu hans, Sigríði J. Ragnar. Bryndís ræðir við þau hjónin á heimili þeirra, auk þess sem birtar eru myndir frá samæfingu í tónlistarskólanum.
Í frétt Bæjarins Besta kemur fram, að forsvarsmenn tónlistarskólans bjóða velunnurum skólans til fagnaðar á morgun, og verður þar margt til skemmtunar, meðal annars þrennir stuttir tónleikar í nýjum og glæsilegum tónleikasal skólans og margt fleira. Höfðu menn hugsað sér að sýna gestum og gangandi viðtalsþátt Bryndísar við þau hjónin jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum, en þótti vissara að hafa samband við forsvarsmenn Ríkisútvarpsins til að tryggja að ekki væri gengið á hlut neins með sýningunni.
Þar voru svörin skýr, en ekki endilega þau, sem menn bjuggust við að fá. Í frétt Bæjarins besta er þetta orðað svo:
Hjá Ríkissjónvarpinu, menningarstofnun allra landsmanna, voru svörin skýr. Hér er um opinbera sýningu að ræða og ekki kemur til greina að veita undanþágu eða afslátt frá taxtanum. Engu skiptir þótt hér sé um að ræða stórfjölskyldu ísfirsks tónlistarlífs, sem saman kemur til að fagna áföngum í uppbyggingu skólans, sem með sönnu má kallast tónlistarheimili Ísfirðinga, og minnast um leið þeirra sem veittu þessu heimili forstöðu um langan aldur, þeirra Sigríðar og Ragnars H. Ragnar. Ríkissjónvarpið er ekki til viðræðu um að taka tillit til þeirra aðstæðna sem hér um ræðir að neinu leyti. Ef vinir skólans fá að sjá myndbandið nokkrir í hóp verður gjaldið innheimt. Með þessari afstöðu kemur Báknið í veg fyrir sýningu þess í Tónlistarskóla Ísafjarðar á laugardaginn.
Hætt var við sýningu myndbandsins af skiljanlegum ástæðum, þar sem skólinn hefur enga fjárhagslega burði til að borga 336.000 þúsund fyrir eina sýningu á því, hvað þá þeim mun meira fyrir tvær eða þrjár sýningar.
Ríkisútvarp sjónvarp á að vera í ríkiseigu til að varðveita
sögu liðinnar aldar svo Allir geta notið……..[NOT]
nú er spurning man einthver slóðina á undirskriftarlistann
til að afnema skyldu afnotagjöld að þessu athlægi.
=DART=
xnei on RUV