Ég er einn af þeim sem get orðið ansi pirraður í umferðinni og ekki að ástæðulausu. Þegar maður er t.d. í bíltúr á kvöldin og lítil umferð er að þá halda margir sig á vinstri akrein og keyra jafnvel hlið við hlið og loka þannig veginum beinlínis og er þá fátt annað að gera en blikka ljósunum eða jafnvel flauta. Yfirleitt vaknar fólk af værum svefni þegar maður gerir þetta og þar liggur einmitt vandinn FÓLK ER SOFANDI!!! Einnig sér maður það þegar þrengingar eða lokanir eru á veginum vegna framkvæmda að þá virðast margir ekki sjá það fyrr en þeir þurfa að snarbremsa og jafnvel stoppa því þetta virðist bara hafa fallið af himnum ofan. Það er eins og fólk horfi bara 3 m. framfyrir bílinn og búið.

Þegar ekið er á þjóðvegum landsins á u.þ.b. 100 km hraða (raunhraði um 94) að þá líður ekki á löngu þar til maður lendir aftast í röð bíla sem eru fastir fyrir aftann einhvern hægfara. Framúrakstur er jafnvel ekki mögulegur vegna umferðar á móti og verður maður því kannski að dóla á 80 km/klst (raunhraði um 74) vegna þess að fremsta bílstjóranum dettur ekki í hug að svo mikið sem líta í speglana til að athuga með umferðina fyrir aftan og hvað þá að hægja á sér og fara út í kannt í 30 sek. til að hleypa framúr sér. Síðasta vetur hringdi ég í lögregluna þegar ég var staddur upp á Hellisheiði með um 50 bíla fyrir framan mig á allt niður í 43 km/klst (samkv. GPS tæki sem var í bílnum) vegna þess að ökumaður fyrsta bíls var í einhverjum öðrum hugarheimi. Þegar þetta gerðist var farið að rökkva en gott veður að öðru leiti.

Mikið hefur verið hamrað á hraðakstri og ölvunarakstri sem er gott og blessað en það er bara svo ofboðslega margt annað sem er að. Tillitsemi hefur reyndar farið örlítið batnandi undanfarin ár en betur má ef duga skal. Rétt notkun á aðreinum og fráreinum, vegaxlir, hleypa inn í annari umferð, vinstri akreina dól, stefnuljós, hægfara bílar á þjóðvegum, leggja aðeins í 1 stæði, og ég tala nú ekki um gamla fólkið sem er kannski efni í aðra grein og svona mætti lengi telja.

Allir taka eftir því þegar níðst er á þeim sjálfum og fólk bölvar umferðarmenningunni hástöfum, en flestir eru gjörsamlega blindir þegar þeir eru gerendur sjálfir.

Ýmsu má um kenna t.d. ökukennurum sem prenta þetta ekki nærri nógu vel inn í hausinn á unglingunum, gatnakerfinu almennt og svo síðast en ekki síst almennum sofandahætti Íslendinga og þeirri hugsun að þeir séu einir á veginum.

Ég ætla að láta þetta duga í bili en það er hægt að skrifa margar blaðsíður um þessa svonefndu umferðarmenningu. Látið ykkar skoðun í ljós.

kv
Cruise