Fjárhagsleg Fátækt:
Ég held að fátækt hafi margar afleiðingar á hegðun og viðhorfs manns til samfélagsins. Fátækt fólk heldur oft að heimurinn sé slæmur eða það hafi fengið óréttláta meðferð í gegnum lífið.
Ég held að fátækt fólk komi sér sjálft til fátæktar, annað hvort af félagslegum ástæðum eða vegna þess að aðrir dragi mann til fátæktar. Oft mann ég sem krakki að móðir mín var alltaf að röfla um hversu marga tíma hún þurfti að vinna, þó svo að hún og pabbi voru að rífast um allt annað málefni. Þegar maður braut eitthvað heima hjá sér, þá byrjaði móðir mín alltaf að blanda peningum inn í málið “Helduru að ég hafi efni á því að þú sért að brjóta hluti á heimilinu”, þó svo að atburðurinn hafi bara verið slys.
Foreldrar mínir fóru stundum í ferðalag meðan við vorum í útlöndum, og þá var það sama sagan, ekkert mátti kosta í ferðalaginu! Foreldrar mínir voru frekar tilbúnir að sofa í bílnum í stað þess að borga nokkrar krónur í eitthvað tjaldstæði. Sem endurspeglar að mörgu til afhverju mér finnst þau “hugsa fátækt”. Ef maður fer til útlanda eða í eitthvað ferðalag, þá gerir maður ráð fyrir því að það muni kosta pening, ekki satt?
Ég var alltaf alin upp við það að hafa fordóma á móti ríku fólki, það að allt ríkt fólk væri snobbað, heimskt, óskynsamt (fjárhagslega), eða verra. Þetta skyldi ég aldrei, hvers vegna er fólk verra en maður sjálfur, bara út af því að þeir hafa meiri pening. Það er náttúrlega bara öfundsýki að fólk hafi fordóma á móti fólki sem gengur fjárhagslega betur í lífinu. Ég ólst líka upp við það að stjórnsýsla Íslands virkaði alls ekki, og það er kannski að hluta til rétt, að margt í stjórnsýslunni var alls ekki nógu gott.
Sem krakki var ég týpískur íslendingur, og héld alltaf að allir aðrir krakkar höfðu það miklu betur en ég í öllu. Alveg síðan ég mann eftir mér hefur maður alltaf séð muninn á þeim ríku og þeim “fátæku”, þó svo að alltaf sé hægt að rífast um hvað raunveruleg fátækt sé. Maður sér það yfirleitt á bílunum, útlitinu, fötunum, húsinu og á mörgum öðrm hlutum. Það var aldrei svo mikilvægt fyrir mig, hvort foreldrar mínir voru ríkir eða fátækir, vegna þess að kaldhæðnislega var mér kennt að hafa fordóma á móti þeim sem höfðu það betra. Það var fyrst þegar ég upphvötvaði hversu andstyggilega móðir mín var í samskiptum við mig og aðra í fjölskyldunni, sem ég virkilega byrjaði að pæla í því afhverju hún var svona öðruvísi en aðrar mæður. Ég get ekki breytt því að hún hafi gengið svona illa í lífinu, svona atvinnulega séð osf. Sem útskýrir af mörgu leyti af hverju hún er svo andskoti óhamingjusöm.
Það er ákveðið “tabú” að gagnrýna sína eigin foreldra fyrir galla þeirra í mannlegum samskiptum osf. Þess vegna hef ég reynt að gera það sem sjaldnast. Ef ég hefði til dæmis einhverntíma verið hommi eða eitthvað svoleiðis, það hefði það vera besta lausnin að fremja sjálfsmorð, vegna þess að foreldrar mínir mundu aldrei elska mig eða viðurkenna mig sem son þeirra, ef slíkt hefði gerst.
Ég hef oft tekið eftir því í íslensku samfélagi að allir þurfa hafa það eins, þá er ég að meina að allir þurfa eiga bíl, hús, börn, mikla peninga osf. Það er eins og við megum ekki vera örlítið öðruvísi, þá er maður kominn úr þeirri týpískri ímynd um það hvað er að vera venjulegur íslendingur. Ég man eftir því að bróðir minn átti erfitt með að viðurkenna fyrir sumum að hann væri að vinna sjúkrahúsi, vegna þess að hann var alls ekki læknir og það var ekki nógu flott starf sem hann var í. Sumir eiga jafnvel erftitt með að viðurkenna að vinna á McDonalds. Alveg ótrúlegt að svona hlutir skullu skipta máli. Ég þekki marga sem mundu frekar kenna samfélaginu eða ríkinu um þeirra velgegni í lífinu, heldur en að líta á sína eigin galla eða ókosti sem persónu.
Ég er ekki að segja að allt sé réttlæt í lífinu, en ég trúi því að allt gerist af ástæðu. Hef ég fæ td. ekki vinnu í Eimskip, þá er það annað hvort vegna þess að ég er ekki nógu hæfur eða það vantar ekki starfsfólk. Ég lít ekki framhjá því að það getur verið erfitt að fá vellaunaða vinnu á Íslandi þrátt fyrir menntun og reynslu, og auðvitað getur komið tímabil þar sem maður hefur ekki vinnu. Samt held ég því fram að það skiptir máli hvernig maður hugsar þegar maður leitar sér að vinnu eða stofna sitt eigið fyrirtæki.
Ég er bjartsýn og jákvæður þrátt fyrir ójákvæða æsku. Ég sé möguleika á fleiri atvinnumörkuðum heldur en á Íslandi. Ég tala góða ensku og dönsku, og hef alltaf verið góður í mannlegum samskiptum. Hvers vegna á það að skipta máli ef ég ætti son sem væri svertingji eða ætti tvo bíla og stórt hús? Það að vera íslendingur hefur ekkert með það að gera hversu mikið maður þénar, eða hvernig maður lítur út.
Ég læt ekki neikvæðni, óöryggi, lítið sjálfstraust eða eitthvað annað koma í veg fyrir það að mér gangi vel í lífinu. Það stærsta vandamál sem hefur verið í samfélaginu og í stjórnmálum hefur að mínu mati alltaf verið félagsmál eða félagsvandamál!
Hvað finnst ykkur um málið???