Já veistu, kúturinn minn, þetta sem fólk er að segja er rétt (ok fyrir nokkra silly willys sem þurfa að taka allt bókstaflega, er ekki sagt “Þjóð veit þá þrír vita” Reynið að túlka það kjánaelgar! ;)
Allavega, veistu ég var þarna, í grunnskólanum sko, og þetta var svo sannarlega málið þar…
t.d. Stelpur sem þroskast hratt og á undan hinum eru hugsanlega uppnefndar og reynt að láta líða illa yfir því. Ekki geta þær gert neitt í því að þroskast svona hratt. En það er svo mikið nýtt að gerast á þessum árum, og það kunna bara ekki allir að höndla það, og margir höndla það á miður fallegan hátt, eins og t.d. fá útrás fyrir öfund sína og óöryggi með því að uppnefna skólafélaga sína.
Svo er spurningin hvernig fólk bregst við þegar aðrir uppnefna þá og reyna að fá þá til að skammast sín eða slíkt. Sumir segja ekki neitt og sökkva bara inní sig, og halda að það sé eitthvað að þeim, fyrst að aðrir “sjá” það svona glöggt. Krakkar leita bara að öllu sem er öðruvísi við náungann og sumir finna leið til að gera grín að margbreytileikanum sem er raunveruleikinn.
Hefur það stundum hvarflað að þér að þeir sem uppnefna séu í rauninni að bægja athyglinni frá sjálfum sér því það er eitthvað “að” hjá þeim sem þeir reyna að fela fyrir heiminum svo heimurinn geti ekki sagt eitthvað við því?
En veistu þú ættir bara að þakka guði eða allah eða búddah whoever! að þú ert þú! Þótt þú værir lágvaxnari myndu krakkar örugglega “sjá” eitthvað annað að, það er alltaf hægt að finna eitthvað asnalegt og lítilvægilegt við náungann, því enginn er jú eins!
Og því ber að fagna! :)
Reyndu bara eins og þú getur að taka sjálfum þér eins og þú ert, vertu bara stoltur, hugsaðu “ég er nú bara soldið spes ekki satt, enginn er eins og ég!” Þá er ég ekki að tala um að egninn sé svona hávaxinn eins og þú, heldur þig sem persónu, sem einstakling í þessu þjóðfélagi.
Þú þroskaðist bara soldið á undan, en eftir kanski 1 ár, verður ekkert tekið eftir þessu því þá verða nokkrir búnir að ná þér (sumir verða alltaf litlir rindlar,,t.d. ég ;,(
En vonandi skiluru hvað ég er að meina! :)
Ekki missa sjónar á því hver þú ert í rauninni, og taktu því að allir eru ekki eins og þar með talin þú..
Núna eru liðin 3 ár síðan ég útskrifaðist útúr grunnskóla og það er frábært að sjá hvað fólk hefur þroskast, jah t.d. síðan í 8.bekk!
Hlutirnir breytast, en já ef þú hefur nennt að lesa þetta langa bull þá segi ég bara, vertu þú sjálfur, og ekkert bull! :Þ