Málfrelsi
“The great masses of the people will more easily fall victim to a great lie than a small one”
Adolph Hitler (Mein Kampf)


Ég kom hingað inn á Huga fyrst fyrir nokkrum vikum, eftir að hafa heyrt margt misjafnt um þennan stað.
Bæði heyrði ég sögur af því að fólk væri að fá mikið út úr því að skrifa hér og vel væri tekið í þessi skrif, því hrósað og málefnanlegar umræður færu af stað.
Einnig heyrði ég sögur um að nokkrir svartir sauðir eigi það til að ráðast á greinarhöfunda og skoðanir þeirra með offorsi.

Eftir að ég fór að kíkja hingað inn sýnist mér hinsvegar að hið síðara sé mikið algengara og hefur það dregið mjög úr áhuga mínum að vilja tjá mig nokkuð á þessum slóðum.

Oft á tíðum eru hér skrifað með þvílíkri fáfræðslu og rangfærslum að manni langar að gráta yfir því.
Oft á tíðum er líka skrifaðar lygar og meiðyrði gagnvart öðrum einstaklingum eða skoðanahópum eins og t.d. í grein RedFox hér nýlega gagnvart kommúnistum, sem var ekkert nema ósannindi og rígur gagnvart öllu fólki sem aðhyllist vinstrihugjónir.
Ekki nóg með það heldur laug hann því þar samviskulaust upp á stjórnendur þessa áhugamáls að þeir stunduðu ritskoðun af hörðustu sort og hefðu viljað banna öll skrif ákveðins aðila hér, ekki vegna þess að sá aðili væri með leiðindi heldur vegna áætlaðra pólítískra skoðana hans.

Ég hef í framhaldi af því verið að velta fyrir mér hvort það sé eðlilegur vettvangur svona greinaskrifa, að skrifa ekki undir nafni.
Ég sé t.d. enga ástæðu fyrir því að ég ætti ekki að geta birt skrif mín undir nafni, því ég gæti orða minna, jafnt hér sem annarstaðar og ef ég myndi missa mig í reiði þá myndi ég biðjast afsökunar á þann hátt sem sá sem ég ég hefði móðgað bæði mig um.

En ég stórefa að menn eins og RedFox hafi áhuga á því að nafn hans sjáist.
Hvers vegna ?
Vegna þess að með skrifum líkt og hann og aðrir svipaðir hafa látið frá sér væri hreinlega hægt að fara í mál við hann.

Nú er ekki málfrelsi í landinu, kann einhver að spyrja og svarið er jú, en eins og allir frjálslyndir menn vita (bæði hægri og vinstri frjálslyndir) þá er frelsi einstaklingsins til allra athafna aðeins svo að það takmarkast að réttindum annarra.

Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bókstaflega hvert sem er, til dæmis megum við ekki ganga inn í annarra hús án leyfis og þótt okkur leyfist að aka hvert á land sem er megum við ekki aka á annað fólk.

Á sama hátt búum við, við málfrelsi en það leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum.

En þau skrif sem ég vitnaði í hér að framan, sem og mörg önnur sem ég hef séð myndu einmitt falla undir það að vera bæði ljúgvitni og ósannindi og blekkingar.

Ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að breyta svona stóru batteríi sem Hugi er orðinn, en ég hef samt áhyggjur af því að með þessu áframhaldi geti þetta verið gróðrastöð illgjarnra manna sem hafa ekkert að markmiði nema að skerða mannorð ákveðna einstaklinga eða hópa, og komast upp með það vegna nafnleysisins sem hér ríkir.

Hugmyndin af Huga er hinsvegar snilld og leiðinlegt að sjá þetta vera að gerast, ítrekað.

Ég er ekki fylgjandi of mikilli ritskoðun, svo ég tel lausnina ekki vera að banna greinar þó þær séu vafasamar.
Ég væri hinsvegar til í að sjá nafnleyndinni afnumið og þannig myndu einstaklingar líklega gæta orða sinna betur og ekki leggja nafn sitt við hvaða vitleysu eða lygar sem er.
Aldur og kennitala þarf ekki að sjást, aðeins nafnið.

En eins og ég segi þá geri ég mér grein fyrir að þetta væri líklega erfitt uppdráttar.

Svo vitandi það að það er heill hellingur af góðum forriturum og vefurum og grafískum hönnuðum sem stunda Huga, þá legg ég til að þeir sem eru sammála mér og hafa fyrrgreinda þekkingu taki sig saman og búi til nýjan Huga, Huga fyrir fólk sem vill vera laust við lygar og óhróð, Huga sem fólk getur rætt saman eins og það gerir inn í stofu heima hjá sér en ekki eins og geðsjúklingar sem stunda símaat.
Frjálsan Huga, lausan við ómálefnanleg skrif og vitleysu.

Virðingarfyllst

Viviane / Guðný




p.s.
Vegna sorglegrar greinar RedFox með lygum og ógeðfeldum fullyrðingum um vinstri menn og vinstri stjórnarfar, t.d. fullyrðingum um að vinstrimenn séu nasistar og fasistar, vildi ég benda á að frægasti áróðursmaður á móti Kommúnisma og öðrum vinstri hugsjónum, var til þessa, Adolf nokkur Hitler, og að eitt helsta markmið Nasisma var að útrýma kommúnisma.

En hann sagði einmitt í Mein Kampf árið 1924 að ef Nasistar myndu ná völdum í Þýskalandi þá væru 3 helstu markmið hans að slíta Versalasáttmálanum, stækka Þýskaland og sigra Kommúnismann :

“The main plank in the National Socialist program is to abolish the liberalistic concept of the individual and the Marxist concept of humanity and to substitute for them the folk community, rooted in the soil and bound together by the bond of its common blood.”
-Adolph Hitler

“I regard it as my task before posterity to destroy Marxism, and that is no empty phrase but a solemn oath which I shall perform as long as I live. . . This is for us no fight which can be finished by a compromise.
We see in Marxism the enemy of our people which we shall root out and destroy without mercy.”
-Adolph Hitler (Á atvinnumálaráðstefnu í Berlín 10.Maí 1933)