Kapítalismi Vs. Kommúnismi Hér á undan var send inn grein af kommúnista sem reynir að mistúlka kapítalismann svo ill herfilega langt er síðan annað eins hafi sést í opnum miðlum, slíkur áróður hefur helst sést í lokuðum einokunar ríkismiðlum landa eins og Norður-Kóreu, þar sem forseti landsins sem er hinn versti rasisti og kommúnisti gefur til kynna í hverri ræðu á eftir annari að BNA séu óvinir lágstéttarinnar(Þeirra eignarlausu), þessar ræður fá góðan hljómgrunn innan N-Kóreru þar sem öll þjóðin er eignarlaus og réttindalaus en það er auðkyfingurinn og forsetinn Kim Jong Il sem sér um allan eignarétt, innan sinnar fjölskyldu. Það sama má nokkurnv. segja um Kína, en fólksfjöldin er meiri og landsvæði stærra þannig að leiðtogar Kína sjá sér fært að halda auðævunum aðeins dreyfðari eða meðal 10.000 manns.. þess má geta að í kína búa 1.200.000.000 manns, 10.000/1.200.000.000 gera 0.000008,3% þjóðarinnar.

Kommúnistinn sem skrifaði grein hér á undan naut stuðnings minns og hópþrystings við að samþykkja greinar hans/hennar, þar sem ég er hlyntur málfrelsi og tel að allir eigi að fá að birta sýnar skoðanir. Einhverjir af adminum þessa áhugamáls ákváðu að samþykkja aldrei greinar eftir þann greinahöfund, og get ég verið full viss um að ef sá greinahöfundur væri í admin stöðu myndi hann aldrei samþykkja þessa grein, þar sem kommúnismi gengur út á ritskoðun og þá heimsspeki að hafa vit fyrir einstaklingnum. m.ö.ö Einstaklingurinn er fáfróður einstaklingur og ber að hafa vit fyrir honum og hans aðgerðum.

Í þessari grein mun ég svara hinum almennu vinstrifrösum og/eða kryfja ástæður notkunnar þeirra, en fyrst mun ég fjalla um mikilvægi málfrelsis.

__

Málfrelsi er mjög mikilvægur hlutur í vestrænu samfélagi, en hefur verið brotinn af Evrópu, þ.e.a.s ef þú móðgar leiðtoga ríkis eða hóp einstaklinga þá áttu vona á háum sektum eða fangelsi.. Þannig er það á Íslandi.

Semsagt ef ég segi opinberlega í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu að Bush sé hálfviti og allir bandaríkjamenn hálfvitar. Þá á ég von á símhringinu frá ríkissaksóknara.

Hinsvegar ef ég er staddur í Bandaríkjunum og segi að Davíð Odsson sé hálfviti og allir Íslendingar hálfvitar þá er það löglegt, eins ef ég segi að Bush og Kanar séu hálfvitar í bandaríkjunum.. þá er það einnig löglegt.

Rök Evrópubúa við þessari heft á málfrelsi er kynþáttahatur, sem er og hefur alltaf verið mest við lýði í Evrópu, eins og sést á sívaxandi atkvæðafjölda nasistaflokka þar. Gott og vel, hér sjáum við enn og aftur dæmi um lög sem er ætlað að bæta samfélagið, en gera hið andstæða, þar sem Nasistafélög og aðrir hópar sem fá ekki að tjá sig í samfélaginu hverfa undirgrunda og dreyfa sínum bæklingum og halda sínar ræður þar sem engin yfirvöld sjá eða heyra.


Ég tek það fram að vinstrimenn eru ekkert verri en annað fólk og hægt er að flokka þá í eftirfarandi hópa :

1) Vinstri Nasistinn:
Þessi tegund af vinstimanni reynir að kenna kapítalismanum um allt sem illa gengur, reynir að sniðganga amerískar vörur þegar aðrir sjá til, en þegar heim er komið er leikið sér í xbox eða intel tölvunni sinni. Þeir reyna að troða sínum hugsjónum yfir á aðra og grípa í hina almennu vinstri frasa frá 1920-1973, þeir ganga jafnvel svo lang að nota hið ameríska og kapítalíska internet til að fá sínu framgengt. Þeir þola engar skoðanir nema þeirra eigin, og eru sífellt að færa mótrök gegn lýðræði, td. (94% Íslendinga eru heimskingjar, vegna þess að þeir kusu ekki það sama og þeir)



2) Anti-Kapítalíski vinstrimaðurinn/Heimskinginn
Þessi tegund af vinstrimanni er algengust, þröngsýnir og þykjast hafa vit fyrir öllum vinum sínum, samt hinir mestu kaupæðissjúklingar og ganga ávalt með nýjasta Nokia módelið í vasanum. Þeir neita veraldlegum gæðum en samt keyra þeir um á sportbíl eða ganga í nýjustu tískufötum og hlusta á fm957.

3) Falsaði vinstrimaðurinn/Heigullinn
Þetta er hugsanlega versta tegundin af vinstrimanni, þeir hafa enga sérstaka samúð með verkamanninum eða réttindum verkamannsins, heldur látast þeir vera vinstrimenn til þess að líta út eins og einhver gáfumenni, þeir eru fylgjandi stríði í Kósovó en á sama tíma andvigir stríði í Írak.




_______________

Nú er komið að því að svara hinum algengu vinstri frösum:
1) Ekkert stríð
Ekkert stríð hvað? Ekkert stríð sem vesturlönd taka þátt í? Eða ekkert stríð í öllum heiminum? Afhverju er ekki mótmælt stríði í Afríku? Nú vegna þess að það er ólöglegt að mótmæla víðast hvar í Afríku og gera mótmæli lítið gagn þar. Hví ekki að geyma það að hugsa um Afríku og drífa sig í að mótmæla stríði gegn morðóðum einræðisherra brjálæðingi sem sveltur þjóð sína og heldur í gangi viðskiptabanni eingöngu útaf sínu eigin egói? Það væri tilvalið!!!

Hvernig væri að mótmæla morðum Pol Pot á 2 milljónum manna á nokkrum mánuðum? Almennt svar vinstrimanns (“Nei sko, aumingja Pol Pot var bara að hefna sín á bandaríkjamönnum”) Svar: Þessi morð áttu sér stað á hippatímabilinu .. muniði “Make love not war” ? Það voru 2 milljónir myrtar í Kambódíu, þar sem BNA hefur ekki stigið fæti, á meðan kapítalismanum var bölvað og vörnum suður Víetnama gegn hinum morðóðu og sóvíet sponsoruðu Norður víetnömsku kommúnistum.


2) BNA eru aðeins eiginhagsmunaseggir
Eiginhagsmunaseggir? Það er munur á eiginhagsmunaseggur og allrahagsmunaseggur. Því að það er nokkuð ljóst að ef ég móðga, ræni og myrði fjölskyldu einhvers að hefnd verður sótt. BNA gerði sér grein fyrir lögmálum lífssins og kaus að fara aðra leið en Sovét í málum kaldastríðsins, þar sem aðferð Sovét var að hertaka lönd og myrða leiðtöga þeirra, Þá var aðferð BNA aðeins vingjarnlegri, eða m.ö.ö þeir hjálpuðu ríkjum að koma efnahagnum í gang í skiptum fyrir lofthelgi eða eitthva álíka. Þetta geta sumir kallað eiginhagsmunasemi, en aðrir geta kallað þetta allrahagsumasemi og kallað aðferð sovét eiginhagsmunasemi, þar sem hertaka þjóða er varla í hag þjóðanna sjálfra

3) Verndum nátturuna!
Hinir kapítalísku Japanir vernda nátturuna, þeir ganga svo langt að leggja 30x meira í náttúruvernd en öll önnur lönd samanlagt. Þetta þýðir greinilega að kapítalisminn er hvetjandi afl fyrir almenna náttúruvernd. Þegar litið er á nágranna Japana, Kínverja þá er augljóst að Kommúnisminn er afar slæmur fyrir náttúruna.

4) Enga Barnaþrælkun!
Enga barnaþrælkun? Nei allir eru sammála! enga barnaþrælkun! nei, ekki eru allir sammála um það, sérstaklega einræðisherrar eða yfirstétt kommúnistaríkja, þeir geta nefnilega grætt á henni, hinsvegar þegar litið er á hinn kapítalíska heim, þá er auðséð að barnaþrælkun er bönnuð með lögum. Enda skerðing á frelsi barna til að þroskast og dafna og vera virkir og kröftugir einstaklingar samfélagsins. (Nei ekki með handafli, heldur með afrekum. Allir einstaklingar geta verið kröftugir einstaklingar fyrir samfélagið. Með baráttu sinni, afrekum og metnaði og geta veitt innblátur til annara)


Svör við fleiri slögurum koma seinna, þar sem ég býst við því að þessi grein fái nóg af fleimum.