Vilja konur Testesterón ?
Ég segi svona því að ég held því fram að þetta karlhormón sé ábyrgt fyrir ýmsum slæmum en stundum góðum eignileikum karlkynsins og þar á meðal ýmsum uppgötvunum og framförum.
Þetta kom víst fram í rannsóknum nýlega sem sýndu fram á að “uppgötvunarkraftur” vísindamanna dofnaði með minnkandi testesteronmagni eftir að þeir voru komnir í sambúð, en það er víst eitt af þvi sem gerist oft þegar karlmenn komast í sambúð, sbr. vaxandi ýstra ofl.
Testesterónið er örugglega ábyrgt fyrir að ungir menn í fornöld fóru í glæfralega könnunar og ráns ferðir með það fyrir augum að “dominera” aðra eða hreinlega fá útrás fyrir árásarhneygð og kannski ekki sýst kynhvöt með því að stela konum. Á ýmsan hátt hafa þessar ferðir haft lærdóm í för með sér sem hefur nýst vestrænni menningu að ná þeim hæðum sem hún hefur, þó deila megi mjög á gildi hennar.
Semsagt tel ég að aðalástæðan fyrir því að konur “ná” karlmönnum ekki í valdastiganum er að karlarnir djöflast fyrirfram í krafti hromónadrifnar eðlishvatar um að dóminera flest svið. Konur hafa sýn estrogen sem gerir þær jafn yndislegar og þær eru flestar og sem betur fer eru karlhormón lítið að flækjst fyrir þeim, þó sumar reyni að leika karlahlutverk á einvhern hátt sem yfirleitt fer illa fyrir þær sjálfar.
Alveg eins og við karlar verðum að sætta okkur við að fá skalla með tímanum (og síðan hár úr eyrunum !) og konur þurfa að sætta sig við að fara úr barneign, þá verðum við að sætta okkur við ákveðin ásköpuð örlög sem náttúran er búinn að ákveða okkur.