atrofia:
Langar að benda á að setningin :
“FEMINSTI ER KARL EÐA KONA SEM TELUR AÐ JAFNRÉTTI KYNJANNA SÉ EKKI NÁÐ OG VILL GERA EITTHVAÐ Í ÞVÍ.”
er komin frá feministasamtökunum.
Það að sumir feministar hagi sér eitthvað öðruvísi breytir því ekki að þetta er það sem feministar eru, hinir sem haga sér öðruvísi en eftir þessu eru auðvitað bara ekki feministar heldur eitthvað allt annað.
Varðandi annað sem þú segir :
“…ef þið viljið að fólk hætti að horfa ykkur allar sem órakaðar trukkalessur…”
Þá vildi ég líka bara benda á að ég þekki ekki marga feminista með nafni, en af þeim sem ég þekki einn er frekar myndarlegur karlmaður, ein er rosalega sæt stelpa (en ein af þessum öfgakonum, hún er líklega sú öfgakenndasta á íslandi) og svo er það Andrea Róberts fyrirsæta og sjónvarpskona.
Miða við þennan hóp þá er ég ekki að sjá hvernig maður ætti að geta fengið ímyndina órökuð trukkalessa.
En ef út í það er farið - hvað er að órökuðum trukkalessum ?
Það versa sem ég gerði við líkama minn sem unglingur var að byrja að raka á mér lappirnar, þá óx mikið meira, dekkra og grófara hár í staðin og núna þarf maður alltaf að vera að raka sig aftur og aftur og aftur, bara til að þið strákarnir (og hinar stelpurnar) hugsið ekki :“ojjjj hvað hún er ógeðsleg trukkalessa”.
Hluti af jafnrétti er líka að meiga vera ekki fallegur eða nákvæmlega eftir nýjustu tísku án þess að fá skellidóma og þykja viðbjóður.
Ég er nú það gömul að ég man eftir að hafa lesið gömul Tígulgosa-blöð þar sem mikið var alltaf hamprað á stóra fallega svarta frumskóginum í klofinu á konunum.
Núna verða allar stelpur að líta út eins og 10 ára að neðan, annars eru þær álitnar ógeðslegar !
Af hverju má maður ekki bara vera eins og manni líður best án þess að fá svona sleggjudóma ?
Þetta er hluti af jafnrétti.
En því miður að í staðin fyrir að leyfa konum að vera ekki fullkomnar eða fylgjandi tískunni fram og til baka þá virðist málið frekar vera að snúast upp í það að karlar þurfi líka að eltast við þetta allt saman.
Og það sökkar !
Nú meiga karlmenn ekki einu sinni vera loðnir á bringunni, hvað þá meira, eins og þeim sem vex hár á bakinu. Og karlar eru í auknu mæli farnir að fara í plokkun og litun.
Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti því að fólk geri eitthvað svona við sig, bæði konur og karlar, en þegar það er orðið normið að maður eigi að líta allt öðruvísi út en maður er frá nátturunnar hendi og að þeir sem eru náttúrulegir séu “frík”, þá hlýtur auðvitað að vera eitthvað að.
Ég sjálf plokka augnbrýrnar, lita hárið og raka það sem þarf að raka…til að tolla í tísku og vera ekki álitin “frík”.
En mér hundleiðist þetta og væri alveg til í að sleppa þessu, en ég legg það ekki á mig andlega því ég veit hvernig er talað um svoleiðis stelpur.
Og maðurinn minn er t.d. frekar loðinn maður og mér finnst hann algjört æði, þvílíkt sexý og kósí öll þessi bringuhár til að hljúfra sig í.
En svo fer ég í saumó og þar ræða stelpurnar allar um hvað þeim finnist nú ógeðslegt þegar karlmenn séu loðnir og að þær myndu láta sína kalla raka sig alla ef þeir væru loðnir.
Ég hlæ auðvitað að þeim, því þetta hefur ekkert áhrif á mínar skoðanir, en haldið þið að þetta sé gaman fyrir manninn minn ?
Haldið þið þá kanski að það sé eitthvað skárra fyrir konur sem ekki plokka augnbrýnar að fá að heyra það að það sé ekkert smá lummó ?
Þetta er auðvitað bara rugl.
Og eins og ég sagði þá er ömurlegt að í stað þess að leifa hverjum einstaklingi að vera eins og hann kýs, þá virðast fordómar gagnvart þeim sem ekki fylgja fjöldanum í útliti sífellt að aukast og nú orðið þurfa karlmenn að eyða næstum jafn miklum tíma og konur fyrir framan spegilinn áður en þeir fara út ef þeir eiga ekki að þurfa að fá sleggjudóma um hvað þeir séu nú ógeðslega halló.
Nema þeir sem gera það ekki eru kallaðir lúðar, en stelpurnar sem gera það ekki eru kallaðar órakaðar trukkalessur.
Fallegt !