Undanfarið hefur verið í gangi mál eitt, sem helst mætti kenna við farsa.

Það sem svo hlægir mig er brölt þeirra Siglfirðinga til að setja Íslandsmet í jarðgöngum. Það er ekki nóg fyrir þá að vera með ein göng, nei. Þeir voru fyrstir, og lengi vel einir um þann lúxus að fá úthlutuðum jarðgöngum. En nú þegar þau eru að verða algengari, þá þykir þeim að sér vegið með sé4rstöðuna. Jú, eitthvað verður svona smápláss að hafa framyfir öll hin annesin til að fólk fáist til að búa þar (þá tel ég ekki með innflutt vinnuafl). Hver nennir að hanga í einhverju smáplássi sem lengst norður í landi?

Hvernig er það, er ekki hægt að nýta þessa peninga á einhvern gáfulegri hátt? Hvernig væri nú bara að bjóða þessu fólki að flytja annað? Það væri hægt að kaupa upp þessa moldarkumbalda þeirra og nýta afganginn í nytsamlegar framkvæmdir?! Breikkun Vesturlandsvegar eða Reykjanesbrautar? Er ekki eðlilegra að meiri hluti fjárútláta í vegamálum sé þar sem meirihluti frónbúa eru?

Segjum nei við svona kjördæmapoti og glapræðum!

Kveðja
Hörður

ps. ef byggja þar jarðgöng, þá mæli ég með að ein verði grafin undir Garðabæ! Þar er sko fartálmi sem taka þarf á.