Ég fór í bíó í gær og mér til mikillar furðu byrjaði myndin ekki á réttum tíma. Heldur byrjaði hún bara heilu korteri of seint.
Þetta er náttúrulega búið að vera viðtekin venja í íslenskum bíóhúsum þannig að það er kannski ekki neitt sem að kemur manni á óvart en þetta er samt allatf jafn pirrandi. Það sem að mig langar að vita er það hvort það sé ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu. Væri tam möguleiki fyrir okkur bíógesti að fara í mál við bíóhúsin vegna vanefnda þar sem að sýningin hefst ekki á réttum tíma.
Annað sem að mér finnst að mætti bæta í bíóhúsum hér er að taka upp númeruð sæti. Sum staðar er það gert með því að raðirnar eru númeraðar út frá miðju. Þar af leiðandi veistu að ef þú ert með lágt númer er það nálægt miðjunni. Það væri meira segja hægt að verðleggja sætin mismunandi eftir því hvað þau eru nálægt miðjunni.
Sum staðar er ennfremur rukkað minna fyrir þá sem að koma og horfa á auglýsingar.
Ég ætla að ljúka þessu á því að minnast á að það að tefja sýningu myndar um korter er raunverulega að stela þessu korteri frá mér og öllum á sýningunni. Það er spurning hversu mörgum öldum kvimyndahúsin eru búinn að stela frá bíógestum.