Undanfarnar vikur hefur verið töluverð umræða um meint kynferðisafbrot gegn börnum af hendi manna sem starfa náið með börnum og unglingum.

Af þeim málum sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er í flestum tilfellum um að ræða menn sem eiga langa sögu í þessum efnum, hefur víða verið vikið úr starfi sökum grunsemda varðandi óeðlilega hegðun gagnvart börnum eða kvartana foreldra og barna um slíkt.

Það sem hefur slegið mig mest í þessu er að þessir menn virðast geta endalaust fengið vinnu sem kallar á samskipti við börn og unglinga. Fyrri atvinnurekendur eru að því virðist fegnastir að losna við þá og varpa vandamálinu yfir á aðra. Þræta jafnvel fyrir grunsemdirnar, eflaust til að hreinsa samviskuna af hugsanlegri ábyrgð á þeim “skemmdarverkum” á sálinni sem börn í framtíðinni þurfa hugsanlega að þola af hendi þessara manna.

Atvinnurekendur kalla yfirleitt eftir meðmælum þegar þeir ráða nýa aðilla til starfa. Ætti ekki að upplýsa grundsemdir sem þessar í slíkum samtölum? Grunsemdir eru næg ástæða til þess að ráða ekki meinta barnaníðinga. Það hefur marg oft verið sýnt fram á að misnotkun af einhverju tagi í æsku hefur varnalegar afleiðingar á þolandann. Ættum við ekki að reyna að koma í veg fyrir að fleiri þolendur?

Nú er það svo að minnstur hluti þessara mála eru kærð og mjög fá sem eru kærð enda með sakfellingu geranda. Atferlið fer því ekki á sakaskrá viðkomandi. Enda skiptir það tæpast máli í því samhengi að koma í veg fyrir að þessir menn fái að vinna með börnum því sjaldnast er kallað eftir sakavottorði í atvinnuumsóknum.

Að öðru sem tengt er þessu. Ég rakst á bloggsíðu um daginn þar sem bloggarinn hafði sett inn mynd, nafn og heimilisfang manns sem uppvís var af vörslu mikils magns af barnaklámi. Er jafnframt grunaður um að hafa tekið þátt í framleiðslu þess. Þessum manni hefur ítrekað verið vikið úr starfi með börnum, en ekki virst í miklum vandræðum með að komast aftur í slík störf. Í viðtölum við fyrri atvinnurekendur kannast enginn af þeim við það að ástæða brottvikningar hafi verið óeðlileg hegðun gangvart börnum. Enda hafa þeir flestir líklega gefið manninum meðmæli þegar hann sótti í sambærileg störf. Flestir sem gerðu athugasemdir um umrætt blogg þótti þetta gott framtak. En það voru líka aðillar sem þótti þetta mjög ósmekklegt þ.s. sekt mannsins var ekki sönnuð og dómur ekki fallinn í málinu. Ný spyr ég er eitthvað öðruvísi að birta mynd og nafn meints barnaníðings en manna sem grunaðir eru um fjármálamisferli. Eru hagsmunir hugsanlegra fórnarlamba þessa manns ekki jafn mikilvægir og peningaeigenda sem tapað hafa á viðskiptum fjársvikaranna?

Nú er ég alls ekki fylgjandi mynd- og nafnbirtingum manna sem grunaðir eru um glæpsamlegt atferli. En mér þykir það ábyrgð barnaverndayfirvalda að vara fólk við því ef grunaður eða dæmdur barnaníðingur er búsettur nærri þeim. Ég veit að í sumum borgum í BNA er fylgst með því hvar kynferðisafbrotamenn eru búsettir til þess að gera ráðstafanir til þess að vara við þeim. Þetta kann mörgum að þykja nornaveiðar og vissulega getur hegðun manna breyst. En er líf þeirra aðilla sem misþyrma öðrum mikilvægara en annarra? Þessir menn hafa oftar en ekki skemmt lífa margra aðilla og ég sé ekkert athugavert við það að reyna koma í veg fyrir frekari misþyrmingar af þeirra hálfu.

MinnaMinna