Húrra! Lengi lifi lýðræðið og málfrelsið!

Þótt fólk geti haft mismunandi skoðanir á þessum manni - þá hefur hann hingað til verið þekktur fyrir annað en hryðjuverk.

Ég gleymi persónulega aldrei þegar hann safnaði saman jólagjöfum til að fljúga með til Íraks - lands sem var þá & er ennþá verið að sprengja aftur á steinöld.
Kanski væmin hugsun, en þó e.t.v. ljós í dökkri tilveru Íraskra barna sem beið matarlaust, lyfjalaust, rafmagnslaust og vatnslaust eftir að að Bush-Yngri myndi taka við að berja á þessu fátæka sandríki þar sem Bush-Eldri sagði skilið við það.

Glöggir muna hvernig þessi jóla-pakka-flug hugmynd til Íraks endaði. Halldór “síbrosandi” Halldórsson bannaði flugið!
Ástþór sturtaði þá skyllst mér jólagjöfunum á aðfangadag á í garðinn hjá Halldóri :-)

Ég hef alltaf litið á Ástþór sem friðelskandi rugludall sem á sín móment þegar stjórnmálamenn elta Bandaríkjamenn í blindni í hvert stríðið á fætur öðru.

Auðvitað orðaði Ástþór þessa viðvörun til flugfélaga (um yfirvofandi hryðjuverkahættu) dálítið harkalega - en mér finnst það engin afsökun hjá þessum fasista Ríkislögreglustjóra fyrir að henda þessu íslenska friðartrölli í kaldan fangaklefa og koma fram við greyið eins og forhertan síbrotamann!

P.S. Mér fannst persónulega soldið kúl hjá Ástþóri að verja sig sjálfur (hafnaði því að láta lögfræðing verja sig) og klæða sig í mjög furðuleg föt (man ekki hvernig föt…en minnir á Eminem hehe) við réttarhöldin - til að leggja áherslu á að þetta væri eintómur skrípaleikur.
“True words are never spoken”