Kæri AlmarD og aðrir Hugarar.
Fyrir ca einu og hálfu ári þá var ég sem er svona dæmigerð strákastelpa, sem krefst jafnréttis á öllum sviðum, að bögga mig út í eina ákveðna feministakonu vegna nokkurs sem hún gerði.
Þannig var mál með vexti að ég er listamanneskja og eitt af því sem mér finnst gaman að mála og teikna eru naktir líkamar.
Það geri ég á fallegan og rómantískan hátt - ekki neitt klám.
(þið getið séð dæmi um þessar myndir á Hugasíðunni minni)
Nú það hékk mynd eftir mig fyrir ofan skrifborð mannsins míns í vinnunni.
Þetta var teikning af konu og manni í gallabuxum en ber að ofan og í faðmlögum.
Og dag einn fékk ég símtal frá einum vinnufélaga hans þar sem hann bað mig um að gera sér stórann greiða. Það var að fjarlægja þessa mynd.
Ég bara varð að spyrja af hverju. Nú það var vegna þess að kærastann hans er svo mikill feministi að henni fannst þessi mynd móðgandi fyrir konur og vildi ekki að hann myndi vinna í svona vinnuumhverfi.
Ég fékk svo mikið sjokk, að ég sagði bara :“já ekkert mál, ekki vill ég að konan sé reið við þig út af myndinni minni, en þá máttu líklega ekki koma í heimsókn til okkar, því hér er allt fullt af svona myndum !”
Svo var ég í margar vikur að jafna mig, því mig hefði ALDREI grunað að myndirnar mínar gætu móðgað nokkurn einasta mann, ég skil vel ef einhverjum finnst þær ljótar og kjósa frekar að hafa myndir af eplum og sólarlagi en að þær væru móðgandi fyrir konur fannst mér alveg út í hött.
Nú ég semsagt var ekki sátt við þessa hörðu feminista og er ekki enn að vissu leiti.
EN - nú kemur það sem ég vildi við ykkur segja :
Undanfarnar vikur hafa skrifin á hér á Huga á móti þessum einstaklingur verið full gróf og mikil að mínu mati. Þessir feministar sem eru svona öfgakenndir eru ekki allir feministar í heiminum og líklegast bara lítið brot, þetta eru greinilega einstaklingar sem eiga eitthvað bágt og þurfa að láta reiði sína bitna á öðrum.
En hvað með ykkur ? Hafið þið ekkert þarfara að gera en að bögga ykkur á einhverjum ræfilskonum sem líður illa ?
Jafnrétti er nauðsynlegt til að fólk geti lifað frjóu og hamingjusömu lífi.
Það að banna nekt eða eitthvað annað sem þessu tengist, leysir ekki jafnréttismálin, það er alveg rétt - en hinsvegar er alveg satt hjá feministum að með því að tákngera konur endalaust sem kynveru en ekkert annað (í auglýsingum og þessháttar), þá er erfitt fyrir konur að komast áfram og láta líta á sig öðrum augum en bara hvernig þær líta út.
Ég þekki það t.d. af eigin reynslu á vinnustöðum að vera stimpluð af karlmönnum fyrir að vera kona, og einkum fyrir að vera falleg kona !
Það er komið allt öðruvísi fram við mann heldur en stákana.
Eða lendið þið strákarnir oft í því að framkvæmdastjórinn eða deildarstjórinn skellir hönd á læri sér og bíður ykkur sæti ? Eða eyðir heilu kvöldi í deildarpartýi að fikta í hárinu á ykkur ?
Eða vill ekki leifa ykkur að koma með í deildarfögnuð, því hann á að vera í karlaklúbbinum ?
Eða reynir að færa til bolinn ykkar til að kíkja á brjóstin á ykkur ?
Eða spyr hvort hann megi sofa hjá ykkur ?
Allt atriði sem ég hef lent í og ekki með sama yfirmanni.
Samt er ég fullhæf og góður starfskraftur, en það er eins og þeim sé sama um það og þeir horfa bara á mig sem kynveru, því þannig er verið að publisera konur endalaust og karlmönnum finnst bara eðlilegt að láta svona.
Fullt jafnrétti næst því ekki fyrr en hætt verður að publisera konur sem kyntákn og ekkert annað.
Það eru ekki allar konur fallegar en þær geta samt verið frábærar manneskjur og góðar í vinnu.
Og það eru ekki allar fallegar konur heimskar eða hafa bara áhuga á að láta daðra við sig.
Það er búið að búa til steríótýpur sem fólk er flokkað í og það “sökkar” því þetta er ekki svona einfalt og það er mjög ósanngjarnt að flokka fólk svona.
Þetta er bara staðreynd að með þessari kyntáknauppfæringu á konur er verið að gera okkur mjög erfitt fyrir og ég ætla ekki að rökræða það neitt.
Hitt er svo annað mál að þegar feministar sjá ekki mun á nekt sem fegurð eins og margir nota í list eða á nekt(eða ekki nekt, Britaney Spears var frekar eggjandi í rauða plastbúninginum sínum) eða kyntáknatilgerð í þessum leiðindar myndböndum á popTV eða hvar sem er,
þá er það náttúrulega bara rugl.
Því nekt ætti frekar að vera eitthvað sem við ættum að berjast fyrir að fá að sýna ef við viljum - fyrir rúmum 100 árum þótti t.d. rosalega gróft ef sást í öklana á konu, ég hefði talið að það væri framför að nú meigi sjást í næstum hvað sem er án þess að það líði yfir alla á staðnum.
Nekt eða ekki nekt, þá er málið það að við verðum öll að reyna að átta okkur á hvernig við viljum láta koma fram við okkur og hvernig við viljum koma fram við aðra.
Er kynlíf og kynþokki það sem skiptir mestu máli í fari einstaklings ?
Og eru konur bara gagnlegar til þess ?
Þetta er held ég punkturinn sem feministar eru að reyna að koma á framfæri og láta fólk hugsa um með öllum sínum látum í sambandi við nektina og í sumum tilvikum : öfgum !
Nú og í sambandi við klámið. Þá eru feministar ekki á móti því vegna nektarinnar, heldur vegna þess hvernig viðhorf til kvenna er almennt í klámmyndum.
Hafið þið ekki horft á klám ?
Þetta er ágætisafþreying í hófi, en þetta er ekki kynlíf sem maður lifir með aðila sem maður elskar og virðir.
Oftar en ekki eru fleiri en menn á konunum, það er mikið um “anal sex” og þá er oft mikið reynt að gera úr því hvað þetta sé vont fyrir konuna. Svo færa þeir sig oft yfir í munnmök beint eftir að þeir koma út úr rassinum.
Svo enda næstum öll kynmök á að mennirnir fá það yfir andlit konunnar, sem getur vel verið að sé gaman fyrir þá, en kikkurinn sem fæst úr því er sá að vera að óhreinka andlitið og eigna sér þannig konuna eða stimpla hana.
Svo er aldrei, forplay eða afterplay sem á að vera eðlilegur hluti kynlífs.
Þessar klámmyndir eru semsagt oftast byggðar upp sem perverskar fantasíur karla og konurnar eru bara í því hlutverki að þjóna þeim.
Nú líklega er hitt líka til - en það er í minnihluta - sjálfsagt vegna þess að það er ekki eins vinsælt.
En það er semsagt málið með klámið - það ýtir undir furðulegar hugmyndir og gerir oft á tíðum lítið úr konum.
Ef við hinsvegar erum nógu klár og þroskuð til að átta okkur á því að svona kynlíf er ekki algengt í raunveruleikanum þá er klám bara frekar skemmtilegt.
Nú og í framhaldi af því þá ættu feministar að fagna kynfrelsi kvenna og að þær geti lifað hvers kona kynlífi sem þær vilja.
Því fyrir hundrað árum var ekki talið að konur gætu fengið fullnægingu og þær máttu ekki njóta kynlífs, heldur bara gera það til að eignast barn eða þóknast manninum sínum.
Jæja þá er ég búin að skrifa heila ræðu…læt það duga í bili - ég er bara búin að forðast svo lengi að blanda mér í þessar umræður vegna þess að ég er oft á tíðum ósammála þessu rakki ykkar á feminista en ég er líka mjög ósátt við að sumir feministar skulu vera svona öfgakenndir.
En ég bara gat ekki þagað lengur….
Það er einmitt oft kvartað yfir því (af femínistum ekki síst) að kynlíf í klámmyndum er ekki eins og “raunverulegt” kynlíf (hvernig sem það nú er). Nú, hefur enginn hugsað út í það að KLÁMMYNDIR ERU EKKI HEIMILDAMYNDIR! Þetta er eins og ítalaliðið í BNA sem var brjálað út í Sopranos-þættina, því að þeir sýndu ekki einhvern raunveruleika sem þessir ítölsk-ættuðu töldu vera. Það er nú bara þannig með leikið skemmtiefni að það er ekki bara endurtekning á hversdagsleikanum, heldur eitthvað óvenjulegt, eitthvað spennandi, eitthvað sem áhorfandinn hefur ekki endilega upplifað. Og það er líka þannig að það eru til margar mismunandi tegundir og hliðar á klámi, en þeir sem gagnrýna reyna alltaf að láta það líta út fyrir að það sem ekki törnar þá sjálfa onn, að allt klám sé þannig. Og svo er ég orðinn dáldið þreyttur á þessu að klám niðurlægi konur. Það er fyllilega hægt að halda því fram að klám niðurlægi karlmenn jafn mikið, þeir eru oft ekkert annað en drumbar sem tittlingur stendur út úr, en öll athyglin er á konunni og hennar upplifun. Ef það er ekki niðurlægjandi fyrir karlinn, þá veit ég ekki hvað er það. Klám er bara niðurlægjandi yfirhöfuð, að því gefnu að fólki finnst niðurlægjandi að gera það fyrir framan myndavél og hananú. Eða á sama hátt og Sopranos eru niðurlægjandi fyrir ítali.
0
Pippi:
Ég skil hvað þú ert að fara.
Svar mitt áður var svona til að reyna að útskýra sjónarmið feminista á klámi, eins og ég túlka að þau eru (hjá eðlilegum feministum þ.e. en ekki svona eins og ég lenti í)
En klám er náttúrulega bara kynlíf fyrir framan myndavél og ekkert meira.
Tískan í dag er hinsvegar eins og ég lýsti - ég veit það vel, því ég horfi stundum á klám :-/
Og þar er yfirleitt gert minna úr konum en köllum, en það er alveg satt að stundum eru kallar bara typpi og ekkert meira- en oftar en ekki erþað þannig að kona er gat og brjóst og ekkert meira :)
En allaveana að klám í sjálfu sér er ekkert slæmt, mér er nokk sama þó fólki fái kikk á því að lát filma sig á meðan það gerir það eða aðrir fái kikk á því að horfa á það (það getur verið mjög gaman) en í dag er í tísku að láta klám vera niðurlægjandi fyrir konur.
Ég á t.d. nokkrar klámmyndir sjálf og ein af þeim er ca 10 ára gömul og þar eru t.d ekkert “anal sex” og konurnar eru allar loðnar að neðan o.s.frv. en þetta er aðaluppistaðan í nýlegum klámmyndum.
En eins og ég sagði áður þá er klám ekki slámt í sjálfu sér helur hvernig það er útfært í dag og hvernig hættan er á að æskan túlki þessar útfærslur.
Ég persónulega horfi regluleg á klám og hef bara gaman afm, því ég veit hvað er heilbrigt og hvað ekki :-)
0
Jamm, ég náttúrlega beindi þessu ekki til þín sérstaklega, heldur að þessum ýktu femínistum:) Ef æskan er aðnjótandi kynfræðslu og opinskárrar umræðu um kynlíf, þá hef ég ekki áhyggjur af klámi - alveg eins og ég hef ekki áhyggjur af því að krakkar fari að taka sér Tony Soprano til fyrirmyndar ef þau hafa aðrar fyrirmyndir líka.
0
Það vekur reyndar athygli að þú sjáir þig knúna til að svara fyrir femínista miðað við aldur og fyrri störf (ef svo má segja). Það er nú eitt sem mér finnst maður fá sjaldan frá femínistum, og það eru rök og málefnalegar umræður, og ekki hefur því verið mjög fyrir að fara hér nýlega. Algengara er að heyra tilfinningaþrungnar upphrópanir. Mig rekur líka minni til þess þegar Annabel Chong skrifaði hérlendum femínistum opið bréf, sem var ansi skorinort. Viðbrögð femínista voru á þann veg að þeim þætti sér vart samboðið að skipta skoðunum við fröken Chong og þætti þetta allt seman hálf hlægilegt, fóru eiginlega flissandi undan í flæmingi.
0