Reykjavíkurflugvöllur hefur verið milli tannana á fólki um þó nokkurt skeið. Ekki þarf að furða sig á því, vegna þess ómælda áreyti sem hlýst af honum.
Ég hef reynslu á því að búa alveg við flugvöllin, þ.e. á Einarsnesi í Skerjafirði. Sú gata liggur næst flugvellinum að sunnan og bjó ég við vestur-enda flugvallarins.
Oftar en ekki tóku því flugvélar Flugfélas Íslands sig á á loft svo að segja í herberginu mínu. (og þær þurfa líka stundum að lenda…) Það eru þó ekki þessar stærri flugvélar sem valda miklu ónæði, miklu frekar þessar kennsluvélar! Þær eru að snertilenda og leika sér í ótakmarkaðann tíma hvenær sem er. Fokker-vélar Flugfélagsins ræsa hreyflana og taka á loft og svo eru þær farnar en æfingavélarnar eru eins og mýflugur sem þú getur ekki bægt frá þér. Gott og vel.
Þar sem flugvöllurinn var svo einstaklega vel stað settur árið 1942, fyrir Bretana, þá er hann niðri í bæ, nánar tiltekið í tíu mínútna göngufæri við alla helstu skemmtistaðina þá. Á honum eru 3 flugbrauir, þar af eru tvær stærri brautir sem aðalega eru notaðar. Aðflugsleiðir liggja nokkurn veginn yfir eftirfarandi staði:
Fossvog,
Skerjafjörð,
vesturhluta Kóparvogs, og síðast en ekki síst yfir
miðbæ Reykjavíkur.
Hvað þýðir þetta eiginlega? Tökum þetta bara lið fyrir lið.
Fossvogur, þetta er í meginhluta sæmileg leið, en þegar flugvélarnar eru að koma sér á lokastefnu (í aðflugi) þá fljúga þær yfir hverfi í Reykjavík og Kóparvogi. En einnig fara þær nánast yfir Borgarspítala og svo fara þær yfir Fossvogskirkjugarð. (Ætli flugmála yfirvöldum sé tilkynnt um jarðarfarir? Til að hægt sé að veita þeim frið til að ljúka, vonandi, fallergri athöfn? )
Skerjafjörður, ekkert mjög slæmt við þessa leið. Flugvélar fljúga í nokkurri hæð yfir Seltjarnarnes og svo meðfram Ægisíðunni og yfir Suðurgötu, sem liggur reyndar alveg við brautarendann.
Kóparvogur, þetta er “bara” íbúðarhverfi, ég hef ekki búið þarna svo ég veit ekkert sérstakt um þetta. Flugvélar fara sem sagt einhvestaðar yfir rétt hjá sundlaug Kóparvogs og svo yfir Skerjafjörð og því næst yfir göngustíg sem er alveg við brautarendann.
Miðbær Reykjavíkur, þarf að segja meira? Reyndar þarf þess til að leggja áherslu á hversu fáránlegur þessi flugvöllur er. Flugvélar, t.d. frá Akureyri, koma niður fyrir minni Hvalfjarðar, stilla sig svo af út á Kollafirði en fljúga síðan beinust leið yfir höfnina, BEINT YFIR Alþingi Íslendinga, rétt yfir Ráðhús Reykjavíkur, yfir tjörnina, skammt frá skrifstofu forseta Íslands (við erum að tala um nokkra tugi metra) yfir eina fjölförnustu götu Íslands, Hringbraut/Miklubraut (veit ekki hvar Miklabrautin byrjar) og lendir svo í miðri vatnsmýrinni. Shit. Hvað þar lítið útaf að bregða til að stórslys hljótist af? Þetta gæti “einungis” drepið ALLA hæst settu menn landsins á einu bretti, t.d. við þingsetningu, þar sem Biskup Íslands, Forsetinn, ráðherrar og þingmenn gætu allir dáið ef flugvél hrapaði á Dómkirkjuna (sem er eins og allir vita hliðin á Alþingishúsinu) ! Fyrir ekki svo löngu var sett bann við að allir æðstu ráðamenn landsins færu saman í lyftu (eftir að Forsetinn, biskup og forsætisráðherra festust saman í lyftu), ég veit ekki hvor það sé sett flugbann á meðan þingsetning, forseta vígsla eða aðrar meiri háttar athafnir fari þarna fram? En þessi aðflugsleið er “nota bene” aðeins gild fyrir stærri flugvélar. Hinar smærri eru aðvitað marfallt frjálsari og geta því leyft sér að sleppa því að fljúga yfir Alþingishúsið og fljúga bara beint yfir
Þingholltin, einu þéttbýlasta hverfi Íslands, miðað við þétt byggðar. T.d. var hið furðulega atvik vikunnar, þar sem flugvél “kunni ekki alveg” á aðstæður Reykjavíkur og vissi ekki nákvæmlega hvar hlutirnir væru (sérstaklega sjálfur flugvöllurinn), sér einmitt stað í aðflugi á þessa braut.
Hið gríðarlega sorglega flugslys, sem varð um Versunnarmannahelgina fyrir að mig minnir fjórum árum, varð í framhaldi af aðflugi á einmitt þessa braut. Þar þurfti flugmaður vélarinnar að hækka sig strax yfir flugbrautinni áður enn hann lennti svo missti hann stjórn á vélinni, hún beygði lítið eitt til hægri og steyptist svo í snúningi ofan í Skerjafjörð og sökk á sjö metra dýpi, með þeim hræðilegu afleiðingum að allir um borð létust.
Speglum nú algjörlega ferli þessarar flugvélar. Þá hefði hún komið fljúgandi yfir Kóparvog, þurft að hækka flugið snögglega, flugmaðurinn misst stjórnina, vélin beygt til hægri hún hrapað til jarðar og farist. En hvar hefði hún hrapað? Hún hefði hrapað beint ofan á íbúðarhús og næstum á fæðingardeild Landspítalans! Hverskonar afleiðingar hefði þetta slys þá haft í för með sér? Það er ekki möguleiki, leyfi ég mér að fullyrða, að ekkert annað hafði verið ákveðið um framtíð flugvallarins. Það er bara ekki séns.
Svo eftir hverju erum við að bíða? Að það VERÐI stórslys? Eitthvað sem sé þess “virði” að flytja hann? Fyrir mér er þetta ekki ákvörðun sem hægt er að fresta. Það er staðreynd að Reykjavíkur Flugvöllur er tímaskekkja sem tímabært er að leiðrétta. Vissulega er erfitt að finna nýjann stað fyrir innanlandsflug á eða við höfuðborgarsvæðið.
Ég er á því að gera eigi annað hvort nýjann flugvöll rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið og styrkja svo samgöngurnar þar gríðarlega (jafnvel með lest) eða nýta Keflavíkurflugvöll enn betur (bandaríski flugherinn virðist vera á förum svo það er nóg af plássi) og bæta samgöngurnar þanngað.
Ég geri mér jafnframt grein fyrir að þetta gerist í fyrsta lagi eftir nokkur ár, en ég KREFST þess að æfingaflug við Reykjavíkurflugvöll verði hætt! Það eru engin rök fyrir því að halda því þarna nema kannski það að flugnemar þurfi að spara? Það er öll aðstaða fyrir flugkennslu við Keflavíkurflugvöll, nema skólarnir sjálfir. Einnig ætti að beina óvönum flugmönnum til Keflavíkur þegar það er lágskýjað og menn eru að lenda þarna í fyrsta skiptið, er það ekki bara almenn skynsemi, þar er mun betri aðstæður. (og ekki neitt mjög merkilegt í kringum völlinn, og nei ég er ekki að tala um Keflavík sjálfa)
Látum ekki bjóða okkur upp á þessa hættu lengur, burt með flugvöllinn!
-Turkish