Í dag þegar ég fór á fætur þá náði ég í tölvupóstinn og skoðaði atvinnuauglýsingar sem komu frá job.is ég er skráður á póstlista hjá þeim því ég er atvinnulaus og er að leita mér að vinnu. Það sem ég rek í er auglýsing þar sem stendur Rafeindasamsetning - konur hvattar til að sækja um

Og er auglýsingin hér

Heiti starfs:
Rafeindasamsetning - konur hvattar til að sækja um
Númer starfs:
408625
Lýsing:
Þróunar- og framleiðslufyrirtæki óskar eftir að ráða til sín einstakling í samsetningu á
rafeindabúnaði. Starfið er nákvæmisvinna og krefst lipurðar af viðkomandi
starfsmanni. Vinnutími er að jafnaði frá klukkan 8:00-17:00 virka daga en möguleiki
á sveigjanleika. Leitað er að traustum, reglusömum og
stundvísum starfsmanni sem vill vinna í góðri liðsheild. Starfið hentar jafnt konum
sem körlum og þarf viðkomandi að hefja störf fljótlega.

Nú staldra ég aðeins við því þetta minnir mig illilega á auglýsingu sem kom í vetur frá fræðlsumiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem tölvudeild þar var arð auglýsa eftir starfsmanni og voru konur sérstaklega hvattar til að sækja um það starf. Ég sæki um starfið og fæ svo nei svar þar sem stendur að kona hafi verið ráðin og 21 umsókn borist, ég set spurningamerki við töluna 21 því í svörum sem ég hef fengið í vinnuleit undanfarna mánuði er talan 50 ? 80 og upp í 90 umsóknir sem t,d bárust Friðrik Skúlasyni um starf aðstoðarmanns vefstjóra.

Ég sendi svo e-mail á jafnretti@jafnretti.is og peista ég hér bréfið fyrir neðan.

Mig langar að spyrja hvort svona auglýsing standist lög.
http://www.job.is/common/job.asp?url=http://vinna.is/ main/view.jsp?branch=512298&e342RecordID=1426&e342DataS toreID=512314
þetta minnir mig mjög mikið á auglýsingu frá fræðslumiðstöð Rvk borgar í vetur. þar var kona starfsmannastjóri yfir tölvudeild þar, og svo kona ráðin í starfið.

ef að kvenremburnar vilja sjá meira af konum í svona störfum þá væri réttast að þær færu og skráðu sig í rafiðnaðarnám, og sýndu fram á að þær eru að útskrifast í svipuðum fjölda og strákar í stað þess að koma fram með heimtufrekju kröfu á að það eigi að taka fram yfir eina umsókn frá konu á meðan tugi karla eru að sækja um sama starf.

á meðan ég var í iðnskólanum þá minnist ég þess ekki að hafa séð margar konur á rafiðnaðarbraut. og heldur ekki á tölvubrautinni ég er búin með tölvubraut iðnskólans sem er um 4 ára nám. og ég er búin að vera atvinnulaus í 5 mánuði

Kveðja Gunnar

svo líður smá tími og ég fæ þetta svar sem er hér fyrir neðan

Takk fyrir fyrirspurnina Gunnar,

Umrædd auglýsing stenst lög vegna þess að samkvæmt lögum um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 er atvinnurekendum skylt að jafna
stöðu kynjanna innan fyrirtækja sinna og stuðla að því að störf flokkist
ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Í lögunum stendur að öll störf skuli
standa báðum kynjum opin en þó er leyfilegt er að beita tímabundnum aðgerðum
til þess að bæta stöðu eða auka möguleika þess kyns sem á hallar t.d. með
því að hvetja konur sérstaklega eða karla sérstaklega til þess að sækja um.
Það útilokar samt sem áður ekki umsækjendur af hinu kyninu.

Með kveðjum,
katrinb@jafnretti.is


Ég svo svara þessu bréfi með bréfinu fyrir neðan


Hvernig ætlarðu að segja mér að þessi lög séu réttlát eða jöfn, til dæmis ef þú horfir á
að stór hluti tölvunar og kerfisfræðinga eru karlkyns. einnig er með rafiðnaðarmenn.
og ef maður tekur dæmi og segjum að það berist 50 umsóknir. 5 eru frá konum. restin
frá körlum. á þá að taka þessar 5 umsóknir fram yfir allar hinar ? og ef er hugsað út í að 95% af þeim sem útskrifast með réttindi í þessum greinum eru karlar.

mig minnti líka að þessi jafnréttislög kveði á um að hæfasti einstaklingurinn eigi að vera ráðin eða frekar að orðalagið kveði á um að ef umsækjandi telji sig vera jafn hæfan eða hæfari þá hafi maður rétt á að kæra ráðninguna. vildirðu nokkuð útskýra fyrir mér betur réttlætingu á tímabundnum aðgerðum sem algerlega stangast á við þetta ákvæði í jafnréttislögum.


Ég fæ svo svar um hæl þar sem stendur


Sæll aftur,

Það er ekki þar með sagt að eingöngu konur séu ráðnar þó svo þær séu
sérstaklega hvattar til að sækja um stöður. Ráðning verður auðvitað að
byggja á hæfni þeirra einstaklinga sem um ræðir. Tímabundnu aðgerðirnar
réttlæta ekki að síður hæf manneskja sé ráðin umfram hæfari. Og eins og þú
bendir sjálfur á geta konur og karlar sem telja á sér brotið skv. lögum nr.
96/2000 leitað álits kærunefndar jafnréttismála.

Hafirðu frekari spurningar skaltu hafa samband við Margréti Maríu
Sigurðardóttir margret@jafnretti.is þar sem ég fer í sumarleyfi frá og með
morgundeginum.

Með kveðju
katrinb@jafnretti.is


Ég svaraði þessu bréfi og er það hérna fyrir neðan


svo auk þess tel ég það stór furðulegt ef það er sett í lög að atvinnurekendur eigi að jafna
stöðu kynja , frekar ætti það að setja í lög að jafn margar stelpur skrái sig í tölvunám eða rafiðnaðarnám og strákar. þessar aðgerðir ykkar eru algerlega út í hött og gjörsamlega fáránlegar. þið skuluð bara sýna fram á það að það séu jafn margar konur sem eru jafn hæfar og karlar að sækja um stöðuna.


Hún svara svo þessu og er bréfið fyrir neðan.


Sæll enn og aftur,

Langar að benda þér á að það er Alþingi Íslendinga sem setur lög hér á
landi, ekki einstakar stofnanir.


Ég svara þessu, en hún hefur ekkert sagt við því bréfi og er það hér fyrir neðan.


Ef ég miða við mína reynslu af síðustu auglýsingu sem var orðuð svona þá er einmitt gert í því að reyna að ráða konu þó fult af hæfum umsóknum frá körlum berist. í svarinu frá fræðslumiðstöð Rvk borgar í vetur var sagt að 21 umsókn hafi borist. núna var ég að fá svar frá Friðrik Skúlason ehf þar sem ég sótti um starf aðstoðarmaður vefstjóra. það bárust 90 umsóknir um það starf. ég var fyrir stuttu í viðtali út af svipuðu starfi . um það starf bárust 50 umsóknir, þannig að þú sérð að talan 21 sem er gefin í svarbréfi frá fræðslumiðstöð Rvk borgar er algerlega út úr kortinu.


Mig langaði að fá viðbrögð frá fólki og fá álit á þessu sem kemur fram að ofan, ég verð að setja stórt spurningarmerki við þessi lög, þetta minnir mig á að lögfróðir menn hafa talað um að mörg nýleg lög sem samþykkt hafa verið séu hálfgerð hrákasmíð og ég verð að setja þessi lög sem konan talar um í þann flokk.