Sæl
Mig langar til að fá álit fróðra Hugara um aðalfundi félaga, lög þess og reglur. Ég er í ákveðnu sambandi hér á Höfuðborgarsvæðinu og í því var haldinn aðalfundur þann 27. júní síðastliðinn. Í þessum samtökum er ágreiningur m.a. um reikninga sambandsins og fleira.
Hér koma lög samtakanna sem koma þessu við en nafnið tekið út.

2.1.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. maí ár hvert og skal boða til hans bréflega með þriggja vikna fyrirvara hið skemmsta.
Í fundarboði skal tilgreina eftirfarandi:
A. Fundarstað og tíma.
B. Hverjir ganga úr stjórn og fastaráðum samtakanna.
C. Hverjir eru í uppstillinga- og laganefnd.

Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Aðalfundi skal stjórnað samkvæmt almennum fundarsköpum. Aðalfundur setur sér starfsreglur.

2.4
Viku fyrir aðalfund skal stjórn samtakanna senda út til xxx og formanna starfseininga eftirfarandi:
A. Tillögur um lagabreytingar.
B. Tillögur uppstillinganefndar.
C. Endurskoðaða reikninga samtakanna.
D. Skýrslu stjórnar.


Til aðalfundar var boðað á með réttum fyrirvara og bréf sem send voru út lögleg. En aðalfundur var EKKI haldinn fyrir 1. maí og EKKI voru sendir út endurskoðaðir reikningar né skýrsla stjórnar viku fyrir fundardag. Þar sem ágreiningur er um reikninga samtakanna þá var ekki hægt að skoða þá fyrr en á sjálfum aðalfundinum.
Þegar gerðar voru athugasemdir um reikningana þar sem ómögulegt er að samþykkja eitthvað sem ekki hefur verið farið yfir þá ákvað stjórn samtakanna að kjósa um hvort aðalfundur væri löglegur. Það fór 17 atkvæði með og 13 atkvæði á móti. Eru eðlileg fundarsköp að sjálf stjórnin fái að taka þátt í þessarri atkvæðagreiðlu þar sem hún er um þeirra störf ?
Ef stjórnin hefði ekki kosið þá hefðu farið 12 atkvæði með en 13 á móti. Svo er spurning hvort þetta sé eðlilegt að kjósa um lögmæti aðalfundarins.
Eru þessi lög sem rituð eru hér að ofan ekki nógu skýr ? Hvað finnst ykkur ? Er þetta löglegur aðalfundur ?

IceCat