Titta :
Ég er svo langt því frá að vera sammála þér að þetta verður heil ræða hérna :-)
Það geta ALLIR farið og lært heimspeki, bókmenntafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, sagnfræði, stærðfræði(þurfa reyndar hér að vera af stærðfræðibraut í menntaskóla),
svo einhver dæmi séu tekin.
Hvað fer þetta fólk að vinna við ?
Eru til stöður sem heita heimspekingur ?
Nei ! Og fæstir stjórnmálafræðingar eða sagnfræðingar vinna við að skrifa bækur eða á fjölmiðlum eins og það er kanski að vonast til.
Þetta fólk vinnur hin og þessi störf, sem hafa í fæstum tilvikum neitt með menntun þeirra að gera.
Og það er í raun allt í lagi, því reyndin er sú að menntun er alltaf góð og þroskandi, jafnvel þó að maður fái ekki vinnu við akkúrat það sem maður lærði, þá skilar sá þroski og menntun sér í vinnunna og lífið hjá manni.
Heldurðu virkilega að það sé betra að beina fólki í ákveðnar áttir eftir því hvar vantar hverju sinni. Jæja, nú er heill árgangur sem við ætlum að gera að tölvunarfræðingum, næsti árgangur á að vera læknar og sá þriðji kennarar.
Ef fólk vill læra eitthvað ákveðið þá á það að gera það af því að það hefur áhuga á því, og þannig verður það gott í þessu fagi og skilar sínu til baka. Þeir sem fara bara að læra eitthvað vegna þess að það er í tísku, eða af því að þeir halda að það sé mikla peninga að fá þar, en hafa lítinn áhuga á þessu, verða aldrei jafn góðir og líður bæði illa í stafi og standa sig kanski ekki jafn vel og hinir sem eru að gera þetta af fullum áhuga.
Þessvegna er mikilvægt að allir sem hafi viðeigandi bakgrunn geti menntað sig við það sem þeir vilja og verða þannig það besta sem þeir geta orðið.
Þú heldur því fram að skólastjóri Kennó sé að ljúga varðandi fjármagn til skólans og að þeir vilji bara ekki hleypa fleirum inn.
Nú hvers vegna hélt hann þá ræðu við útskriftina um að hann vildi sameina Kennó við HÍ og mynda stóran góðann háskóla ? Það myndi að öllum líkindum gera það að verkum að kennaranámið yrði jafn opið og öll námin í HÍ, að fólki verði jafn frjálst að stunda kennaranám eða heimspeki.
Nú svo segirðu að fólk sem fer í kennarann geri það bara til að verða kennarar, það er ekki endilega svo. Margir kennarar vinna við önnur störf þar sem menntunin gagnast vel og líkar vel. Ég þekki t.d. starfsmannastjóra sem er kennari, og sjálf hef ég ákveðnar hugmyndir um hvernig ég ætla að nýta mér kennaramenntunina í fyrirtæki sem ég á sjálf. En ég hef reyndar hug á að kenna líka, enda með mikla tölvuþekkingu og hef trú á að ég geti verið góður tölvukennari.
Varðandi tölvubransann, þá væri ekki of mikið af fólki þar ef það hefði verið stöðugleiki í atvinnumálum. Vandamálið er það að fyrirtæki eru búin að vera að segja upp hundruðum tölvunarfræðinga síðastliðin 2 ár eða svo, og önnur fyrirtæki eru búin að fara á hausinn og þannig hefur fólkið misst vinnuna.
Ef þessi kreppa í efnahaginum hefði ekki komið til þá væri markaðurinn bara á eðlilegu róli hjá tölvumenntuðum, enda vantaði svo mikið tölvumenntað fólk fyrir 3 árum að ég t.d. fékk 10 vinnutilboð, þegar ég fór að líta í kringum mig og skipti um vinnu.
Ári seinna voru flest fyrirtæki að segja upp tugum manns.
Varðandi lélega kennara, að þá þarf það ekki að vera svo. Ef fleiri fá tækifæri til að mennta sig þá fá ættu hæfir kennarar að komast frekar í stöðurnar.
Eins og staðan er í dag, fara kennarar ekki einu sinni i almennilegt starfsviðtal, það er hreinlega ráðinn fyrsti kennarinn sem er með réttindi og oft áður en auglýstur tími er runninn út. Svo kemur kanski einhver mikið betri daginn eftir, en nei, það er búið að ráða !
Svo segirðu að það séu ekki ómenntaðir kennarar lengur og að það sé slegist um stöðurnar. Það er ég ekki að sjá.
Í skólanum sem sonur minn er í, eru margir ófaglærðir kennarar, t.d. umsjónakennarinn hans.
Og Iðnskólinn var að auglýsa amk 8 stöður fyrir næsta vetur, það var víst allt stöður sem voru með leiðbeinendum í en verið var að leita að fólki með réttindi.
Nú að lokum þá er ég ekki alveg að skilja af hverju þú hefur þörf á að láta mig fá samviskubit yfir að komast inn í kennó, bara vegna þess að ég er með aðra háskólamenntun.
Eigum við að fara að skammta háskólamenntun, bara 1 á mann takk.
Og er það semsagt mér að kenna að einhver annar kemst ekki inn, en ekki fáránlega hallærislegu kerfi sem heftir fólki aðgang að námi sem það hefur vilja og hæfileika til að stunda ?
Ég er þeirrar skoðunar að menntun er eitt af því besta og skemmtilegasta sem maður gengur í gegnum í lífinu og að það sé þroskandi og gott fyrir mann sjálfan og samfélagið að maður mennti sig meira og meira.
Ég veit að það vantar góða tölvukennara út um allt. Það er búið að vera að reyna að koma inn meiri tölvukennslu í námskrá skólanna, en það eru ekki margir sem treysta sér í að kenna þetta.
Ég tel að mín reynsla og fyrri menntun komi til með að nýtast mjög vel með kennslunni. Og þannig er það með flesta menntun.
Ég tel að einmitt vegna fyrri menntunar minnar verði ég enn betri kennari í því sem ég ætla að sérhæfa mig í.
Svo mér finnst þetta frekar óviðeigandi og óskemmtileg athugasemd og skil hreinlega ekki tilganginn með henni.
kv.
Lyssia
Fyrirtækiseigandi, tölvunarfræðingur, móðir, nemandi og tilvonandi tölvukennari !
Ef þú nú læsir það sem ég skrifaði þá myndirðu nú sjá að ég tók skýrt fram að ég væri ekki að taka þitt dæmi sem gagnrýni á þína persónu! Ég tók þig sem dæmi vegna þess að þú gerðir það sjálf að fyrra bragði!
Staðan í tölvubransanum er ekki bara vegna þess sem þú nefnir. Tölvubransinn er búinn að vera á hraðri niðurleið í Evrópu síðan vorið 2000. Málið var einfalt, skortur á menntuðu starfsfólki hafði sprengt launamörkin, þ.e. ómenntað fólk var að fá fín laun. Svo þegar menntaða fólkið loksins skilaði sér úr nýju tölvunámunum þá krafðist það auðvitað hærri launa en hinir ómenntuðu voru að fá. Þetta offramboð á menntuðu fólki varð til þess að fullt af fyrirtækjum fóru á hausinn, auglýsingastofur og netfyrirtæki … Þar sem fyrirtækin höfðu ekki efni á að borga menntaða fólkinu þá hélt það ómenntaða fólkinu.
Lestu nú sjálf það sem þú skrifar hér: “Heldurðu virkilega að það sé betra að beina fólki í ákveðnar áttir eftir því hvar vantar hverju sinni. Jæja, nú er heill árgangur sem við ætlum að gera að tölvunarfræðingum, næsti árgangur á að vera læknar og sá þriðji kennarar.
Ef fólk vill læra eitthvað ákveðið þá á það að gera það af því að það hefur áhuga á því, og þannig verður það gott í þessu fagi og skilar sínu til baka. Þeir sem fara bara að læra eitthvað vegna þess að það er í tísku, eða af því að þeir halda að það sé mikla peninga að fá þar, en hafa lítinn áhuga á þessu, verða aldrei jafn góðir og líður bæði illa í stafi og standa sig kanski ekki jafn vel og hinir sem eru að gera þetta af fullum áhuga.
Þessvegna er mikilvægt að allir sem hafi viðeigandi bakgrunn geti menntað sig við það sem þeir vilja og verða þannig það besta sem þeir geta orðið.”
Lestu svo það sem þú skrifar hér: “Eins og staðan er í dag, fara kennarar ekki einu sinni i almennilegt starfsviðtal, það er hreinlega ráðinn fyrsti kennarinn sem er með réttindi og oft áður en auglýstur tími er runninn út. Svo kemur kanski einhver mikið betri daginn eftir, en nei, það er búið að ráða !”
Í fyrra dæminu ertu á móti því að það eigi að beina fólki í ákveðið nám … Og, ég sé ekki betur en að í seinna dæminu, og fleiru sem þú skrifar, sértu að mæla með því að dyrnar í kennaramenntunina séu opnaðar á fulla gátt!
Þú skrifar sjálf, eins og ég benti á aður, að viðskiptafræði, heimspeki o.s.frv. séu mun opnari nám. Kennaranámið er öðruvísi. Fólk er meðvitað um hvað það fer út í þegar það velur að lesa stjórnmálafræði, varla ætla sér allir að verða ráðherrar!
Ef dyrnar að Kennó verða opnaðar mikið meira þá er hætta á að fólk falli frá, eða taki langar pásur í náminu. Og það kostar pening! Ef ætlunin með náminu er að mennta kennara þá þýðir lítið að hafa það opið öllum, sem ætla bara að prófa og athuga hvort það sé eitthvað fyrir sig. Það er dýrt fyrir skólann ef fólk klárar ekki eftir tilsettan tíma.
Ég sagði ekki að skólastjóri Kennó væri að ljúga, ég efaðist aftur á móti um orð hans, og það er allt annað en að saka hann um lygar.
Og að lokum þó að ég hafi tekið þig sem dæmi, þá var ástæðan síður en svo til að fá þig til að fá samviskubit. ég er nefnilega sjálf með háskólamenntun auk kennaramenntunar … Ég komst þó inn í mitt kennaranám vegna stúdentsprófseinkunnar minnar og viljans til að verða kennari, háskólagráðan var enginn aðgöngumiði!
0
Titta
Ég sagði að það eigi að hleypa hæfu fólki inn í Kennó og aðra skóla sama þó það séu margir hæfir sem sækja um, semsagt ekki hefta aðgang þar frekar en annarstaðar ef um er að ræða hæft og gott fólk.
Og svo segi ég að það eigi ekki að beina fólki í ákveðnar áttir.
Þá tekst þér að snúa út úr þessu og segja að með því að hleypa fólki inni í kennó þá sé verið að beina þeim þangað. :-S
Það eru ekki mín orð eða skilningur á því sem myndi gerast.
Heldur akkúrat öfugt þá finnst mér það að hefta fólki aðgang að þessu námi, sem það kanski kýs fram yfir annað, að það sé að beina því í aðra átt.
Semsagt þú snýrð orðum mínum upp í andhverfu sína, þannig að ég er greinilega ekki að gera mig skiljanlega og ætla ekki að rökræða þetta meira.
Vill þó benda á að það var ómenntaða fólkið í tölvubransanum sem var látið fjúka fyrst.
Það gerðist fyrir 2 árum að það byrjuðu svoleiðis uppsagnir og allir þessir menntuðu urðu hræddir, en þeim var sagt að það væri bara verið að “taka til”, því loksins væri komið temmilega mikið af “hæfu” fólki og það væri verið að losa sig við þá sem væru óhæfir.
Ári seinna fór þetta fólk líka að missa vinnuna og núna er staðan þannig að af mínum vinum í tölvubransanum eru aðeins 3 (fyrir utan mig, þar sem ég er í eigin rekstri) sem hafa ekki misst vinnuna.
Flestir eru samt komnir með vinnu á öðrum stað, (enda er alveg þörf á þessu fólki á markaðinum, ef maður veit hvar á að leita) einn og einn á leiðinni í framhaldsnám.
En nóg um þetta, þetta var víst ekki tilgangur greinarinnar hjá geira.
p.s.
ég var að fá símtal núna rétt í þessu þar sem verið var að bjóða mér starf sem leiðbeinandi næsta vetur því það fást engir menntaðir kennarar.
0
ok
En hvar eru mörkin, og við hvað á að miða þegar velja á þá “hæfu” inn í skólann?
Ég get bara ekki séð hvers vegna á allt í einu að breyta skólanum þannig að hann taki 1000 manns inn á ári, vegna þess að námið er í tísku (sem það er!). Aðsóknin er sögulega mikil núna, og það er mjög ólíklegt að hún haldist í þessu magni. Island er ekki það fjölmennt að það verði 1000 manns á ári sem bjóði sig fram í framtíðinni. Flestir sem eru að sækja um eru annaðhvort að sækja um í annað skipti eða munu fá neitun núna og komast inn næst.
Ég get einfaldlega ekki séð að það sé lausn á vandamálinu að henda fleiri milljónum í skólann í því skyni að mennta fleiri í einu. Það væri meira vit í að endurmennta gömlu kennara. Og einnig að lengja námið um eitt ár til þess að fá meiri verkmenntun, það eru því miður allt of margir sem fá áfall við að mæta raunveruleikanum og standa sig þvi ekki sem skildi.
Þetta er mín skoðun, og hefur verið það ALLAN tímann. Ef ég hef misskilið þig þá vil ég biðjast afsökunar.
Varðandi tölvubransann þá var ég að miða við evrópu í fyrsta lagi. Þar hefur verið erfitt fyrir tölvumenntað fólk að fá “góða” vinnu undanfarin þrjú ár, miðað við áður.
Að lokum hef ég smá ábendingu til þín sem ert að hefja kennaranám. Þú segir sjálf að þú hafir verið að fá símtal með tilboði um leiðbeinandastöðu. Varastu að taka of mikið að þér til að koma í veg fyrir að það komi niður á náminu. Þetta er nefnilega því miður ein af ástæðunum fyrir því að ekki allir klára námið sem hefja það … og það er dýrt fyrir samfélagið!
0
Titta:
Takk fyrir ábendinguna.
Ég veit ekki enn hvað ég kem til með að gera, en námið kemur fyrst hjá mér, það er nokkuð sem mig hefur langað til að gera mjög lengi, en ég hef ekki efni á að hætta að vinna og fara í dagskóla, svo ég var að bíða eftir þessari breytingu sem gerðist á síðasta ári, að Reykvíkingar fengju líka að fara í fjarnám.
Þannig að ég hlakka ekkert smá til að byrja, nú er bara að fara að skipuleggja sig vel svo allt gangi upp :-)
0