“En það er enginn neyddur til að starfa við vændi því ef einhver er neydd/ur til þess að stunda vændi þá er það ekki starf heldur þrælahald.”
Jæja, neydd er ekki gott orð… ég meina vændiskonur eru starfs síns vegna skyldugar til að stunda skyndikynni, og ég vil meina að það geti verið hættulegt.
Þú heldur að ef vændiskona verður fyrir ofbeldi þarsem vændi er löglegt muni frekar tilkynna glæpinn, maður myndi ætla það, en það er bara ekki þannig. Ef það munar einhverju, þá munar mjög litlu. Aðalmunurinn felst hins vegar í því að þarsem vændi er löglegt þar er enn meira um
að konur séu plataðar frá öðrum löndum til að stunda það, og þá er ekki hægt að lögsækja “atvinnurekandann” því hann hefur tæknilega séð ekkert gert neitt rangt lögum samkvæmt, og þá eru viðbrögðin þannig ef þær leita sér hjálpar: “Nú hættu bara í þessu starfi og finndu þér nýtt, eða farðu bara aftur heim til þín.”
Hér á Íslandi er vissulega auðveldara en annars staðar að stjórna ólöglegum fólksinnflutningi, öfugt við til dæmis miðjarðarhafslöndin þar sem afrískar ólöglegar vændiskonur skipta hundruðum þúsunda í það minnsta (er ekki með nákvæma tölu). En það þýðir ekki að konur hafa ekki verið fengnar frá öðrum löndum á fölskum forsendum og plataðar til að selja sig. Aðal vandamálið er bara það að þessar erlendu stripp danskonur eru aldrei teknar trúanlega. Munið þið annars ekki eftir þeim tveim eistnesku sem kvörtuðu yfir því að vera fengnar til landsins sem dansarar, og vissu ekki að um ræddi strippdans, og svo voru þær í þokkabót þvingaðar til að selja sig (ég held það hafi verið á Bóhem, þetta var eitthvað um ´99 eða eitthvað). Svo ekki fyrir löngu sagði dönsk kona frá því í dönsku tímariti að hún hefði verið fengin til landsins á fölskum forsendum, einhver Dani hafði reddað henni vinnu sem strippari á sama stað, en svo þótti bara sjálfsagt mál að fyrst hún var strippari á annað borð þá hlyti hún að selja sig líka. Og þegar hún neitaði því var henni sagt upp strax. Í þessum báðum tilfellum voru málin leyst upp á einfaldan hátt: Eigandi staðarins sagði bara að þær væru að ljúga, og allir trúðu því.
Þannig að Íslendingar virðast ekki alveg í stakk búnir til að styðja við bakið á þessum konum.
Þessir yfirlýstu feministar sem Pipppi minntist á sem segja að það sé óhugsandi að andlega heilbrigð kona leggi stund á vændi nema hún sé neydd til þess eru nú ekkert þeir einu sem halda því fram. Ég þekki fullt af fólki, bæði yfirlýstum feministum og megnustu karlrembum sem geta vel fallist á þessa kenningu. Sjálf skal ég vera hlutlaus… ég viðurkenni að ég á bágt með að trúa því að andlega heilbrigð kona vilji stunda vændi upp á gamanið, en ég þekki víst ekki allt fólk í heiminum og hver veit nema ég eigi eftir að kynnast einni slíkri.
Ég er alveg sammála því að það sem Annabel Chong gerði var umhugsunarvert og bara þónokkuð framtak hjá henni. Hún vildi hreyfa við fólki og vekja það til umhugsunar um þetta ævaforna viðhorf með að konur eigi að vera prúðar og svo gott sem skírlífar á meðan karlar eigi að fá sér á broddinn eins mikið og mögulegt er til að vera svalir. Ég sem feministi segi, að ég vil breyta þessu viðhorfi, og Annabel Chong er ekkert drusla fyrir að sofa hjá 251 kalli í einu ef hún vildi það sjálf. Og konur eru ekkert druslur þótt þær reyni við karlmenn, og svonefndur “glyðrulegur” klæðaburður og framkoma afsakar aldrei kynferðisglæpi.
Madonna var á sínum tíma minn uppáhalds feministi, enda gerði hún í því að ganga fram af fólki með að vera djörf og kynferðislega opinská. Og hún var ekki síður ötul í réttindabaráttu sinni fyrir samkynhneigða og svertingja.
Reyndar finnast mér Christina Aguilera, Britney Spears og fleiri alls ekki þjóna sama tilgangi, enda virðist núna vera sjálfgefið að ef þú ert kona og vilt koma tónlistinni á framfæri í poppheiminum verðuru að fækka fötum. Þannig að þetta er etv orðið svolítið þreytt… sem er önnur saga.