Sæl verið þið hugafólk.
Um daginn (17 júní) var hóp af mómælendum bannað að tjá sig við hátíðisræðu forsætisráðherra. Þeim var bent á að fara á ákveðið svæði þar sem þau mættu mótmæla (köllum þetta svæði tjáningarfrelsis svæði eða “free speach zone” til að setja þetta í samhengi við grein sem ég ætla að benda á hérna á eftir) og neituðu sum þeirra og voru þau þá fjarlægt með valdi. Lögreglan felur sig á bakvið klausu í stjórnarskránni sem talar um almannahagsmuni og allsherjarreglu þegar kemur að því að spyrja hana af hverju hún hagaði sér svona við þessa mótmælendur.
Október síðastliðinn kom Bush bandaríkjaforseti í heimsókn til Suður Karólínu og þá ákvað einn kani að mótmæla fyrirhuguðu Íraksstríði og mætti á samkunduna með skilti sem á stóð “no war for oil”. Hann var samstundis beðinn um að fara úr hópi Bush stuðningsmanna (sem mörg héldu á skiltum sem á stóðu hvatningarorð til Bush) og beðinn um að færa sig yfir á skilgreint tjáningarfrelsis svæði. Hann neitaði og var handtekinn fyrir bragðið. Öllum ákærum var sleppt á hendur honum rétt eftir handtökuna en núna er hann ákærðu aftur fyrir átroðning (trespassing) vegna þess að bandaríska NSA (National Security Agency) hefur leyfi til að hamla umferð um svæði sem forsetinn er á.
Sér einhver annar hérna líkinguna á milli þessara tveggja mála?
Er þetta það sem við viljum í íslenskum lögum?
Hérna eru nokkrir hlekkir um seinni fréttina:
http://www.economist.com/World/na/displayS tory.cfm?story_id=1863097
http://www.useless-knowledge .com/articles/new/023.html
http://www.thismodernworld. com/weblog/mtarchives/week_2003_06_22.html#000814
Og að lokum hlekkur á grein heimspekingsins Atla Harðarssonar um tjáningarfrelsi:
http://this.is/atli/textar/rabb/TJANI NGARFRELSI.html