Nokkuð merkileg lesning er í dag um BA-ritgerð stúlku einnar í fjölmiðlafræði. Hún kemst að þeirri niðurstöðu (með faglegum aðferðum segir hún og ekki nokkur ástæða til að véfengja það) að þessi tvö ofangreindu blöð hafi sýnt verulega hlutdrægni í fréttaflutningi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, en Fréttablaðið hins vegar gætt hlutleysis mun betur. Ekki kemur þessi niðurstaða mér svo mjög á óvart samt. Ég forðast það orðið að lesa DV og moggann, því mér finnst ég skynja það hversu vilhallur þeirra fréttaflutningur er, en þeim mun betra finnst mér fréttablaðið að því leytinu og er það langbesta fréttauppspretta á pappír sem völ er á í dag. Sagt er að DV berjist í bökkum og mogginn sé ekki heldur ýkja stöndugur fjárhagslega. Það væri kannski fyrir bestu að þessi hlutdrægu blöð hyrfu sjónum og annað betra gæti þá komið í staðinn.

Greinin:

http://www.visir.is/ifx/?MIval= frettir_btm&nr=141528&v=2

“Hún segir athyglisverðan mun einnig felast í mismunandi efnisvali blaðanna. Þannig eyddi Morgunblaðið talsverðu púðri í að fjalla um málefni Heilsuræktarmiðstöðvarinnar í Laugardal og voru þær fréttir í miklum meirihluta neikvæðar í garð R-listans. Hins vegar beindi DV sjónum sínum mest að Orkuveitu Reykjavíkur og Alfreð Þorsteinssyni. Þær fréttir voru nánast allar neikvæðar í garð R-listans. Fréttablaðið fjallaði mest um skipulagsmál og reyndust þær fréttir hlutlausar, samkvæmt ritgerðinni. Í útdrætti ritgerðarinnar segir að hægt sé að ,,leiða líkum að því að bæði Morgunblaðið og DV hafi verið hlutdræg í umfjöllun sinni,” en að ,,Fréttablaðið hafi verið hlutlaust“. ”