Ekki koma með skítkast yfir að þetta eigi heima á kork eða neitt þannig. Ég skrifaði þetta bara til að fólk myndi aðeins hugsa um sjúklega miklar auglýsingar hersins. Ef þetta verður flutt á kork af stjórnanda þessa áhugamáls þá býst ég við að hann klippi það sem er fyrir ofan línuna af!! :)
———-
Það er orðið langt síðan bandaríski herinn hefur dreift eins mikið af auglýsingum og undanfarið og er ekkert að draga úr auglýsinga flæðinu.
Ein stærsta auglýsinga aðferð síðari tíma var að gera Americas Army Operations: Defend Freedom - net leik sem er langt frá því tilbúinn en nú þegar hafa milljónir klárað það sem komið er af honum, flokkast hann frekar undir simulator heldur en leik. Með því sem bætist við leikinn á þessu ári er her læknar og fleiri sérsvið, fleiri borð og hellingur af drasli sem þið getið skoðað á www.americasarmy.com , kemur kanski ekki á óvart að þau eru flest með Araba þema og óvinirnir eru flestir að verða eins og Arabar í útliti humm.. Endurspeglar nokkuð skoðanir USA í dag.
Svo eru þeir að gera annan leik sem á að vera svipaður og The Sims og er hann þannig að maður á stjórna lífi hermanns og ná góðum ferli, mjög spennandi.
Auk þess sem herinn er með óteljandi vefsíður ( Og auglýsingar á ýmsum síðum, sérstaklega leikjasíðum Go Army og þannig ) og eru public downloads af ýmsum e-books um hernað til að reyna að vekja áhuga manna.
Svo auðvitað þessar endalausu sjónvarpsauglýsingar í bandaríkjunum t.d. á milli simpson þátta. ( Reyndar má hrósa þeim fyrir vel gerðar grípandi auglýsingar )
Svo eru þeir að sponsora NASCAR bíla og þannig og merkja þá U.S. Army en eins og allir vita er NASCAR kappakstur nokkuð vinsæll fyrir vestan og óteljandi fleiri staðir sem þið hafið pottþétt rekist á.
Allt er þetta greitt með peningum skattborgara í USA og eru þetta engar smá upphæðir sem fara í þetta. Sýnir að þeim vantar nauðsinlega mikið fleiri hermenn. Sem er skrítið þar sem svo margir bandaríkja menn eru undir fátækra mörkum, þeir geta allavega gengið í herinn ef þeir eiga enga von. Þá eru peningar ekkert áhyggju efni…