Hvað er þetta með Íslendinga? Nennir varla neinn lengur að mótmæla!?! Þetta stakk svolítið í augun þegar stríði byrjaði í Írak - fólk er rosalega á móti þessu og tjáir sig úr sófanum á rassgatinu framan í sjónvarpið “jiii þetter ferlegt ástand” og lætur það duga. Svo koma Frakkarnir og sparka í rassa allir sem einn og mótmæla allir saman fyrir hönd einhverja póstþjónustumanna sem þurfa að vinna fram yfir sextugt?!? (Ekki þætti hækkun eftirlaunaaldurs fram yfir sextugt eitthvað tiltökumál hérna heima, og varla færu allir að rjúka upp og verja aumingja póstþjónustustarfsmennina!?!)
Ég verð að segja fyrir minn smekk að þó svo að Frakkarnir séu kannski ekki alltaf að berjast fyrir því sem mest á ríður þá standa þeir a.m.k. upp og segja eitthvað, lama samgöngur og henda tómötum og sleppa rollunum sínum inní þinghúsum. Það er alveg nauðsynlegt að fólk bregðist við umhverfinu sínu og láti ekki mata sig eins og slefandi hálfvita.
Ég er ekkert skárri en hver annar í þessu, jú ég kýs en læt það nægja og reyni að láta engann einn flokk vera áskrifandi að atkvæðinu mínu, heldur vera málefnaleg - en þegar ég sé Frakkana rjúka upp til handa og fóta og beint út á götu að garga í að manni finnst næstum hvert einasta skipti sem stjórnvöld “níðast” á einhverjum þá finnst mér ég vera álíka duglegur samfélagsþegn og meðal-fúkkasveppur.
Ég verð þessvegna bara að mótmæla þessu mótmælaleysi og þrýsta á fólk að mynda fleiri þrýstihópa og vopnast vel þroskuðum tómötum, bensínlausum vörubílum og riðuveikum rollum.