Fréttin finnst í Mogganum í dag, 17.júní neðst á hægra horninu á forsíðunni og hljóðar svona (ég tek þetta sem sagt beint upp úr blaðinu þannig að ég biðst fyrirfram afsökunar á innsláttarvillum):
“Nýr lífselixír
Skýrt hefur verið frá því í Norður-Kóreu að þar sé búið að finna upp tæki sem lækni næstum öll mannanna mein.
N-Kóreska fréttastofan sagði að tækið væri í líki hrings eða armbands og væri ”gimsteinn“ notaður til að breyta geislum sólarinnar í rafsegulmagnaða strauma. Var apparatið reynt á á 500 sjúklingum og á nokkrum klukkustundum læknaði það 98.8% þeirra, m.a. fólk sem fengið hafði heilablóðfall og hjartaáfall. Fram hefur komið að heilbrigðiskerfið í landinu er hrunið til grunna.”
Þegar ég las þetta var ég við það að hlæja!!! Ég hugsaði að svona tæki gæti aldrei gert neitt fyrir mann, sérstaklega ekki svona stóra hluti eins og að lækna heilu líffærin. Þetta væri bara eitthvað grín og múgsefjun í landinu hafi orðið til þess að þetta hafi gengið upp. Þeir gætu síðan fengið einkaleyfi á þessu og selt til allra vestrænu landanna og grætt þvílíkt á þessu og styrkja gjaldeyrinn rosalega.
En þá fór ég að hugsa hversu fjarstætt það er að láta svona stóran hóp sjálfstæðra einstaklinga að vera saman í svona “plotti”. Það ER mjög fjarstætt. Og hvernig gætu þeir annars þóst lækna 500 sjúklinga á svona stuttum tíma? Og á nokkrum klukkutímum??? Það er ekki hægt með venjulegu læknaliði með venjulæeg tæki. Þess vegna hlýtur það að hafa verið eitthvað ÓVENJULEGT tæki sem gæti hafa læknað þetta og hvers vegna þá ekki eitthvað í líki hrings?
Og þeir útskýra hvernig þetta virkar. Það er einskonar steinn í þessu armbandi sem breytis sólarorku í rafmagn sem getur virkað á sjúkdóma. Hér er um að ræða tvö fyrirbæri sem er vísindalega sannað að sé til og flestir ef ekki allir vísindamenn viðurkenna tilvist þeirra. Og það er líka þekkt að ef eitthvað annað kemur á milli, getur sólaorkan verið beisluð til að búa til rafmagn. Annars væru ekki til sólarraforkuverin o.s.frv. Og það er líka vitað að rafmagnsmeðferð hefur reynst vel þegar kemur að sjúkdómum. Sjúklingar með allt frá því að hafa þunglyndi til þess að hafa gallsteina, hafa getað farið í raflostsmeðferð (eða hvað sem það er kallað, hehe) þannig að hér er ein ástæða fyrir því að þetta tæki geti virkað eins og sagt er að það eigi að virka.
Niðurstaðan mín í þessu öllu saman er sú að ég trúi því að þetta tæki geti læknað en ég er ennþá ekki alveg viss.
Takk fyrir að lesa þetta
Weedy