Er maður saklaus uns sekt er sönnuð. Margir vilja að nafn þess sem nýlega var handtekinn vegna gruns um að hafa undir fórum og jafnvel framleitt barnaklám og virðast margir vefstjórar sitja sveittir við að fjarlæga nafn hans af umræðuþráðum.
Þegar fjárdrátturinn í Landsímanum kom upp voru nöfn sakborninganna komin á netið undir eins og þegar fjórði maðurinn kom fram var nafn hans sömuleiðis þekkt undir eins. En eru þá einhverjar óskráðar reglur um það hverja má nafngreina og hverja ekki. Er málið það að brotið þurfi að vera sérstaklega alvarlegt eða lítilvægilegt. Það er spurning hversu sáttur maður væri við það að eitthvað blað færi að birta nöfn á öllum þeim sem keyra of hratt(ekki að ég þurfi að hafa áhyggjur af því). Eða eru ákveðnar persónur sem að má nafngreina og aðrar ekki. Í Landsímamálinu voru 2 þeirra sem að voru nafngreindir bara venjulegir menn sem að bárust ekki mikið á í þjóðfélaginu.
Eða er fjórða valdið að opinbera ábyrgðarleysi sitt með því að mismuna mönnum eins og manni finnst sundum vera gert þegar kemur að þessum nanfbirtingum. Það eru náttúrulega í gildi siðareglur blaðamanna en er það nóg ekki eru allir þeir sem að skrifa í blöðinn blaðamenn, hvað þá allir vefstjórar.