Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að fyrir nokkru voru nokkrir menn settir í gæsluvarðhald vegna fjárdráttar sem stóð yfir í þó nokkurn tíma. Nú spyr ég hver bar ábyrgðina á þessu, það er að mínu mati óþolandi að eins og fyrri daginn er engin sem að axlar ábyrgðina á þessu. Nú er það svo að þarna er um að ræða fyrirtæki í ríkiseigu og þar af leiðir á ríkisendurskoðandi að sjá til þess að allt sé með felldu. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við þetta af hans hálfu. Innri endurskoðun fyrirtækisins gerði ekki neitt heldur. Endurskoðunarfyrirtækið sem að gerði úttekt á fyrirtækinu til að undirbúa einkavæðingu sá þetta ekki. Það virðist engin af þeim sem að átti að fylgjast með því að fyrirtækið væri með reksturinn í lagi sæi neitt.
Það er alltaf verið að tala um að yfirmenn fyrirtækja og stofnanna beri svo mikla ábyrgð og þess vegna eigi þeir að vera á háum launum. Nú er það svo að það virðist aldrei reyna á þessa ábyrgð. Amk er engin sem að stendur upp úr sínum stóli í kjölfarið á þessu máli. Ég segi fyrir mitt leiti að mér finnst að margir hafi sýnt það að þeir séu ekki hæfir til að sinna þessu hlutverki sínu og eigi þess vegna að fjúka.
Eða erum við bara sátt við að fyrirtæki og stofnanir í ríkiseigu séu bara staður þar sem að stjórnmálamenn geti komið sér fyrir þangað til þeir fara á eftirlaun og haft það gott.