Í ár er evrópuár fatlaðra. Í tilefni af því hafa unglingarnir ákveðið að reyna með aðstoð Sniglanna að fara á hjólastólum frá Akranesi til Reykjavíkur, 14. - 15. júní. Þau nota tækifærið í leiðinni að leita eftir áheitum. Ágóðinn rennur í ferðasjóð þeirra því þau eru einmitt að safna fyrir ferð til Svíþjóðar á næsta ári þar sem þau ætla að hitta aðra unglinga í svipaðri aðstöðu. Þau leita eftir áheiti þínu lesandi góður.
Lagt verður af stað frá Akranesi, laugardaginn næstkomandi klukkan 10:00. Tveir unglingar leggja af stað ásamt Ólafi Þórðarsyni knattspyrnuþjálfara, Sniglunum og Umferðarfulltrúa Landsbjargar og Umferðarstofu. Ólafur ætlar þannig að kynna sér ferðamáta fatlaðra og keyra með þeim á rafmagnskutlu nokkra kílómetra. Sniglarnir eru með í för til að sjá um að umferðin keyri á skikkanlegum hraða framhjá okkur. Umferðarfulltrúin er með okkur til að gæta öryggis og fræða unglingana um umferðarmálin.
Unglingarnir tveir keyra sem leið liggur að Hótel Glym í Hvalfirði og verða þar á milli 13:00 og 13:30. Þar taka aðrir tveir unglingar við og keyra að Hvammsvík í Kjós og verða þau þar um 17:00. Þar er áð í smástund og síðan haldið áfram eitthvað fram á kvöldið, staðnæmst, Staðurinn merktur. Farið heim með rútu, stólarnir, skutlurnar settar í samband við rafmagn og ökuþórar halda til náða. Daginn eftir er risið árla úr rekkju. Haldið af stað með bifreið inn í Hvalfjörð og haldið áfram þar sem frá var horfið daginn eftir. Áð verður í félagsheimili Kjalnesinga og verða þau þar á milli klukkan 12:00 og 12:30 og skipt um mannskap. Síðan verður lagt af stað inn í höfuðborgina, sem leið liggur inn að Olísstöðinni í Álfheimum. Áætlaður komutími þangað er klukkan 16:00-16:30. Þar gefst fólki kostur á að koma og hitta ferðalangana og fara síðan með þeim í nokkurskonar skrúðgöngu að Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Þar verður eitthvað húllumhæ.
Eina sem þú þarft að gera til að Sjálfsbjörg landsamband fatlaðra fór af stað fyrir sex árum, með átak fyrir unglinga á aldrinum 13 - 17 ára með því að bjóða þeim upp á félags og fræðslustarf. Markmiðið með þessu átaki er að þau kynnist innbyrðis og vinni saman að málum er varða þau sérstaklega. Þau kjósa sjálf að kalla unglingastarfið B.U.S.L. þ.e.a.s. Besta Unglingastarf Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra. Leiðbeinendur í þessu starfi eru sjálfboðaliðar frá Sjálfsbjörg og Ungliðahreyfingu Rauða Krossins.
Í bland við hefðbundna unglingaafþreyingu eins og bíóferðir, borða pizzu, horfa á vídeó og fleyra reyna þau fyrst og fremst að gera óvenjulega hluti og yfirstíga hindranir. Mottóið er að efla áræði og dug. Verkefni þeirra hafa verið af ýmsum toga og með velvilja ýmissa fyrirtækja og félaga hefur þeim verið gert kleift á þessum 6 árum að fara t.d. á Sæþotur, í vélsleðaferð upp á Langjökul, vikuferð til Danmerkur, björgunaræfingu með Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, köfun og margt fleira.
Hreyfihamlaðir unglingar eru fyrst og fremst unglingar. Huga þarf þó að því sértæka sem snýr að þeirra fötlun. Við kynþroskan vakna ýmsar persónulegar spurningar og þá er oft nauðsynlegt að hitta aðra í svipaðri stöðu og ræða málin.
Með þessu starfi er talið mjög mikilvægt að efla félagslegt frumkvæði unglinganna. Því er alltaf lögð áhersla á að starfið verði nokkuð frjálst og unglingarnir hafi svigrúm til að ákveða sjálfir hvað þeir vilja gera sér til skemmtunar og fróðleiks. Unglingarnir leggja sjálfir drög að starfinu.
Ef þú styrkir þau, þá áttu inni greiða hjá mér. Vinnan við að skipuleggja þetta hefur verið ótrúlega mikil. Þau eiga það skilið að fá smá styrk.